Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 50

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 50
við. En tækist honum að klófesta morðingja Soghru, var hann ekki í vafa um hvað hann gerði við hann! Hann skyldi sjálfur bíta hann á barkann og rífa úr honum augun með nöglunum. Það fór skjálfti um manninn frá Gflan og hann leit upp. Múhameð Valí gekk við hlið hans og rigningin féll enn í dropum af byssustingnum sem hann hélt á. Úr skóginum heyrðist konurödd sem veinaði eins og hún væri dauðvona. Barnið átti sök á því, að þeim tókst að handsama hann í dag. Nú skipti miklu hvað þeir vissu um hann og hvað þeim væri ljóst um hagi hans. Múhameð Valí hafði sagt við hann áður: „Na’ib Khan vill að þú bregðir þér í stutta heimsókn til Fumen. Þú færð að fara heim strax aftur. Menn vilja bara vita hvort þú hafir heyrt frá Agól eða ekki.“ En hvernig átti hann að trúa þeim? Agól hafði líka varað hann við fram á síðustu stund: „Farðu ekki — farðu ekki til baka. Láttu ekki sjá þig á akrinum!“ Hver átti þá að sjá um barnið? Hverjum gæti hann treyst til þess? Engum hefði tekist að grípa hann, ef hann hefði ekki þurft að hugsa um barnið. Það hefði verið svo auðvelt að hefna Soghru. Hann treysti sér til að ráða niðurlögum hundrað lögregluvarða. En Agól Lumaní var öðruvísi skapi farinn. Hann skaut í blindni. Ilann var orðinn einstaklega vægðarlaus eftir morðið á dóttur hans. Þá varð hann alveg æfur og hefði getað drepið hvern sem var. Hann gæti, án frekari bollalegginga, fellt með einu byssuskoti aftan frá lögregluvörðinn sem óð bleytuna og eðjuna í stígvélum sínum þrem skrefum fyrir framan hann. Maðurinn frá Gílan gerði sér grein fyrir, að slíkt byggi ekki í eðli hans sjálfs. Honum var það ógerningur. Múhameð Valí, yfirliðþjálfanum, var hann þaulkunnugur — hann vissi hve illa innrættur hann var. Honum hafði verið sagl frá því, að Múhameð Valí hefði einu sinni barið að dyrum heima hjá honum og sagt: „Ef hann gegnir ekki sti'ax kalli Na’ibs Khans í Fumen, sæki ég barnið hans, rek í það byssustinginn minn og fer með það með inér. Þá kemur hann líklega og sækir krógann!“ Þetta hafði liann sagt við móður hans. Ifinn lögregluþjónninn, sem var frá Baludj og gekk þremur skrefum á undan þeim, var einnig þungur á brún. Hugur hans var fullur vonleysis og (irvæntingar. Hann hafði verið fluttur frá Kash í suðri til Gílan, staðar sem hann þekkti ekki og vissi ekkert um. Hrísgrjón héraðsins áttu ekki við hann, og hann var með sífelldan niðurgang. Honum var alltaf kalt og rigningin og vætan ollu honum óþægindum. Honum var hrollkalt á nóttinni, þrátt fyrir teppin tvö sem hann hafði ofan á sér. Fyrstu dagana á staðnum hafði hann tekið allt sem hann þurfti með í hreysum íbúanna í Gílan. Ekkert var auðveldara en að réttlæta það með: „Þetta eru hlutir, sem þið hafið rænt úr húsum jarðeigandans, áður en lögregla stjórnarinnar birtist.“ En ólánið var, að ekkert var lengur að sækja til hreysanna. Það var ekki einu sinni hægt að hafa upp á glerbroti, hvað þá spegli til að raka sig. Lögregluþjónninn frá Baludj þekkti þetta allt af eigin raun. Hann hafði nógu oft orðið að þola slíkar ránsferðir. í hans heimahéraði réðust hermenn jarðeigenda á þorpin eins og engisprettusveimur eða aragrúi maura. Þeir tóku ránshendi allt sem varð á vegi þeirra, hvort sem voru kýr, kindur, hænsni eða 50 á - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.