Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 52

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 52
Þegar lögreglumennirnir leituðu í húsi einhverra liöfðu þeir nánar gætur hvor á öðrum. Eins og núna í morgun, meðan verið var að gera húsrannsókn í hreysi mannsins frá Gílan, var yfirliðþjálfinn stöðugt á verði gagnvart honum, að hann styngi engu í vasann. Yfirliðþjálfinn sjálfur gerði það sem honum þóknaðist. Fimmtíu tómana, sem fundust í vasa Gfianbúans, skráðu þeir og réttu honum svo seðlana aftur. Það eina, sem lögregluþjóninum frá Baludj hafði tekist að stinga á sig, var skammbyssa. Hún hafði verið falin undir hrísgrjónalirauk inni í búri. Hann áttaði sig strax á, að skammbyssan hlaut að vera að minnsta kosti fimmlíu tómana virði eða jafnvel enn meira, og ekki útilokað, ef vel tækist til, að fengjust fyrir hana hundrað tómanar. Hún var gerð á Ítalíu, og gat því reynst brösótt að útvega skot í hana. Þar að auki þorði enginn að kaupa byssur þessa dagana. Bændur henda meira að segja sínum byssum í sjóinn! En það er þó alltaf hægt að fá fimmtíu tómana fyrir hana, svo framarlega sem maðurinn frá Gílan væri ennþá með peningana á sér og hefði ekki á laun aflienl þá einhverjum öðrum. Stormurinn hélt óskertum krafti og rigningin þeyttist upp í andlitin á lögregluþjónunum og fanga þeirra. Það var eins og hann reyndi að hrifsa til sín teppið, sem maðurinn frá Gílan hafði um hálsinn, og hafa regnkápur lögreglunnar á brott. Gjallandinn í villiöndunum hvarf í leðjukenndu streymi vatnsins. Þó var eins og heyrðist rödd konu, sem stundi í sárri neyð. Gömul tré, rifin upp með rótum, féllu til jarðar, svo heimur skalf. Vindhviða hóf sig upp með gauli og lyktaði með villtu öskri í fjarska. Þeir voru ekki neina fáa metra frá tehúsinu sem þeir stefndu á. En rökkrið, regnið og rokið drógu svo úr birtu olíulampans í tehúsinu, að það virtist enn vera í óraflarlægð. Þegar þeir voru komnir að tehúsinu, spurði Múhameð Valí yfirliðþjálfi eigandann: „Áttu soðin hrísgrjón?“ „Já, þau eru til.“ „Eigið þið líka te?“ „Það er tilbúið.“ „Hvernig er með lampa?“ „Þið getið fengið hann líka.“ „Útbúðu herbergið uppi handa okkur strax!“ „Það hanga þar tóbaksblöð til þerris.“ „En það er líklega pláss á gólfinu?“ „Jú, það er það.“ „Er ekki lögreglustöð hér á staðnum?“ „Jú, auðvitað.“ „Hvar?“ „Það er skannnt héðan. Lögreglan hefur verið hér í kvöld, en er nú farin.“ „Sýndu okkur herbergið uppi!“ Fyrir utan herbergið uppi voru svalir, umkringdar handriði úr timbri, og þaðan sást bjartur sjóndeildarhringurinn. En nú rigndi og rakalyktin hékk yfir herberginu, sem gert var úr sólþurrkuðum leirsteinum og strái. Uppi í lofii héngu tóbaksblöð, vatnsmelónur, laukar og hvítlaukar. Múhameð Valí yfirliðþjálfi sagði uih leið og hann sneri sér til Gílanbúans: ^r// á .93œyriá - TI'MARIT hÝÐENDA 1994 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.