Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 53

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 53
„Þú þarna, ílýttu þér inn í hornið hérna, annars færðu að finna fyrir því.“ Síðan vatt hann sér að tehúseigandanum og spurði: „Eru fieiri útgöngudyr?" Tehúseigandanum varð litið nánar á unga manninn frá Gílan í daufu ljósi skriðbyttunnar og skildist strax samhengið. Hann svaraði: „Það eru ekki fleiri dyi’ á herberginu, kafteinn. Er þetta einn af þeim sem rændu rútubflinn?“ „Hypjaðu þig héðan, ónytjungur. Vertu ekki að skipta þér af öðrum, þræl- mennið þitt. Ef þú sýnir aflur á þér smettið hér uppi, þá verður kytran þín rifin til grunna. Þú ert líklega verri svindlari en hann, þegar allt kemur til alls.“ „Heyrðu, höfðingi," sagði hann og hann sneri sér til lögregluþjónsins frá Baludj. „Þú verður hér uppi. Ég stend vörð niðri, kem síðan upp og við höfum vaktaskipti. Þá geturðu líka fengið þér te.“ í dimmu herberginu fór maðurinn frá Gílan úr stutterma jakkanum og vatt vatnið úr honum. Hann nuddaði á sér leggina, strauk vatnsdropana af andlitinu og sletti þeim á gólfið. Því næst hretti hann upp buxnaskálmarnar og nuddaði á sér leggi, hné og læri sem voru ísköld. Hann skalf af kulda. Með leynd virti hann fyrir sér lögregluþjóninn frá Baludj. Sá stóð úti á svölunum og virti fyrir sér sjóndeildarhringinn með hendur þétt um byssuna. Það eina sem heyrðist úti í myrkrinu var kveðandin í vindinum, hrynjandin í rigningunni og annað veifið gjallandinn í villiöndunum. Langt innan úr skógi var sem hljómaði kveinandi kvenmannsrödd, sem veinaði eins og til að fylla heiminn harmkvælum og þjáningu. Gagnstætt Múhameð Valí yfirliðþjálfa var lögregluþjónninn frá Baludj ekki sérlega ræðinn. Það sást rétt móta fyrir honum í endurskini grárra skýflóka sem svifu sífellt um himininn og var það eina sem minnti manninn frá Gílan á, að vegurinn til frelsis og lífs var honum lokaður. Húsið skókst í storminum. Hljóðin úr skóginum voru sem angistaróp konu í sárri neyð og héldu fyrir honum vöku. Sérstaklega þreytti það augun þegar stormurinn svipti öðruhverju skýjunum frá ásjónu mánans, svo tunglsljósið endurspeglaðist í stáli byssustingsins og hlaupi byssunnar. Kveinið úr skóginum var svipað neyðarópinu sem kom af vörum Soghru, þegar hún varð fyrir byssukúlunni, sem kom ofan frá húsi æðsta manns þorpsins. Barnið rann úr höndum hennar um leið og hún rak upp ópið. „Viltu ekki flýja?" spurði lögregluþjónninn frá Baludj upp úr þurru. „Nei.“ Hann svaraði honum ósjálfrátt, en tók sig svo á. Hann hafði tekið þá ákvörðun að tala ekki við þessa menn. Honum hafði verið sagt, að ekki væri ráðlegt að tala of mikið við þá. Hvert orð, sem þeir fengu út úr manni, notuðu þeir í eigin þágu. Best væri líka að vera þögull við yfirheyi’slurnar, svo manni yrði ekki á að segja neitt í gáleysi. Hann vildi kannski bara vita, hvort hann svæfi eða væri vakandi. Nú vissi hann það, svo óþarft var að svara honum frekar. „Hlustaðu á mig — hlustaðu á það sem ég vil segja þér!“ Hávaðinn í storminum yfirgnæfði rödd lögregluþjónsins frá Baludj. Stormurinn hamaðist fyrir utan, en yfir herberginu hvfldi óttablandin kyrrð. Maðurinn frá Gílan hélt niðri í sér andanum. ájfflagráá - LESIÐ MILLI LÍNA 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.