Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 56

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 56
Það var sem einliver svaraði lögregluþjóninum frá Baludj að neðan. Hann óskaði þess að rigningin hætti, storminn lægði og dynurinn frá regnflóðinu þagnaði. Líf hans — já, allt sem honum var kærast — var háð næstu sekúndum — þessum fáu sekúndum. Ef eintóna rennslið úr þakrenn- unni hætti bara þessar fáu sekúndur, gæti hann heyrt hvaða smáhreyfmgu sem væri með sinni næmu heyrn. Þá væri þjáningum iians lokið. Hann gæti farið á fund Itarnsins og sótt það til móður sinnar. Hann mundi rása til skógar með riffllinn sem hann tæki af yfirliðþjálfanum, og þar vissi hann hvernig halda bæri lífi. En úti fyrir heyrðist ekkert nema hamfarir stormsins, steypiregnið og brakið í trjágreinunum. Enn var eins og bærist rödd konu sem veinaði í kvöl djúpt inni í skógi. Nú var lögregluliðinn frá Baludj farinn að tala við einhvern. Hann heitti sér til hins ýtrasta til að reyna að heyra, hvað gerðist niðri. Þyturinn í vindinum og regnflóðið yfirgnæfðu öll önnur hljóð. „Hreyfðu þig ekki, haltu höndunum uppi við vegg.“ Maðurinn frá Gílan hafði lireyft sig, ósjálfrátt, til að geta heyrt betur. Hann sagði lágum rómi við lögregluliðann frá Baludj: „Hlustaðu nú á mig — á það sem ég vil segja við þig.“ En lögreguþjónninn frá Baludj hlustaði ekki á hann. Maðurinn frá Gílan hélt kannski að það hljómaði kumpánlegar, ef liann ávarpaði hann á gílak, tungu sinna eigin átlhaga. „Heyrðu, hróðir, þú veist að ég á ekkert vantalað við þig. Leyfðu mér nú að snúa mér við, svo ég sjái hann þegar hann kemur upp stigann.“ Lögregluliðinn frá Baludj svaraði ekki heldur í þetta sinn. Nú heyrðist fótatak í stiganum. Það hæði hræddi manninn frá Gílan og gaf honum jafnframt nýja von. „Þetta er nú meiri rigningin. Henni ætlar aldrei að linna." Þetta var rödd Múhameðs Valís. Þessa rödd þekkti hann allavega! Örskjótt tók hann ákvörðun. Hann sneri sér við og greip um leið um byssuna í vasanum. Fyrst þurfti að spenna gikkinn svo luin væri skothæf. En líklega var ekki rétti tíminn að byrja að skjóta núna. Lögregluliðinn frá Baludj mundi að sjálfsögðu skilja það sem hótun gagnvart sér, ef hann byrjaði að skjóta núna, og finnast hann þurfa að endurgjalda skot hans í sjálfsvörn. Gílanbúanum var ljóst, að honum væri um megn að verjast þeim báðum. Hann óskaði þess að vopnið væri skothæft; þá hefði hann getað ráðist að þeim hvenær sem væri. Hann tók byssuna, sem hann þekkti svo vel, upp úr vasanum og vó hana í hendi sér eins og til að stappa í sig stálinu. í sömu andrá heyrðist eldspýtu strokið yfir flöt, og það ónýtti allar hans ráðagerðir. Það var lán að ekki tókst að kveikja á fyrstu eldspýtunni. „Ætlar þessi rigning aldrei að hælta? Jafnvel eldspýturnar í vasa manns eru blautar.“ Það drapst líka á næstu eldspýtu. Á þessum Táu sekúndum tókst manninum frá Gflan að draga sig í lilé. Hann stakk byssunni aitur í vasann, lagði teppið eins og sjal um herðar sér og kraup í felur út í horni. „Hæ, þú frá Baludj, færðu mér lampa! Eldspýturnar eru gegnvotar." Lögregluliðinn frá Baludj spurði: „Til hvers þarftu lampa?“ „Er hann þarna ennþá? Ég vona hann hafi ekki stungið af.“ 56 á - TÍMAIUT l'ÝÐENDA 1994
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.