Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 57

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 57
„Hvert ætti hann svo sem að fara? Hann er vakandi. Kallaðu í hann. Hann svarar þér sjálfsagt.“ Með þeim orðum hvarf lögregluþjónninn frá Baludj út. „Heyrðu, þú frá Gílan, sefurðu eða ertu vakandi?“ spurði yflrliðþjálflnn um leið og honum tókst að kveikja á eldspýtu. í ljósi hennar sást móta fyrir manninum frá Gílan, þar sem af andliti hans varð aðeins greint hátt ennið og flókahúfan á höfði hans. Yfirliðþjálfinn kveikti sér í sígarettu með sömu eldspýtunni og hélt áfram ræðu sinni: „Hefur hann langferð í huga — ha? Hefur hann líka tekið með sér eigið svefnteppi! Ertu búinn að éta hrísgrjóna- skammtinn þinn, fiskhausaætan þín? En nú liggur leiðin til Teheran, og ég er viss um að hvíta baunasúpan þar á staðnum bragðast þér vel. En hvernig stendur á því að þú sefur ekki?“ Múhameð Valí var í léttu skapi, eins og ævinlega þegar hann hafði reykt ópíumpípuna sína. „Jæja þá — hvernig líður annars foringjanum? Varstu fyi'irliði eða varstu ekki fyrir þeim? Ég er viss um að það varst þú sem varst fyrirliði bændanna í Túlam. Ekki satt? Þú vilt alls ekki svara mér — ha — ha — haha.“ Maðurinn frá Gílan bað þess að hann hlægi enn hærra, svo honum gæflst tækifæri til að spenna gikkinn á byssunni, miða á logandi sígarettuna og hleypa af skoti. „Segðu mér — varstu ekki einmitt í Túlam daginn sem við komum þangað með majórnum að setja á stofn lögreglustöðina? Varstu ekki íyrirliði bændanna og var það ekki líka þú, sem sagðir: „Hér höfum við okkar eigin forustumenn og kærum okkur ekki um aðra.“ Þrælmenni! Við vorum ekki nema örfáir í húsinu sem þið ætluðuð að kveikja í. Það var bölvanlegt að majórinn var þarna og leyfði mér ekki að farga ykkur öllum á stundinni með vélbyssunni. Það var ég sjálfur sem sendi þennan líka fína leiðtoga ykkar til helvítis. Segðu mér nú satt — varst þú ekki þar líka? Hvar eru þeir nú, þessir stóryrtu leiðtogar? Ilvers vegna koma þeir þér ekki til hjálpar?“ Þegar hér var komið fór hann að bölva öllu í sand og ösku og tók svo aftur upp þráðinn: „Teheran hefur útrýmt ykkur öllum og fjölskyldum ykkar! Nú þorir enginn að koma með mótbárur. Kommunum útrýma þeir líka. Og svo þetta kvenfólk! Það eru nú meiri skessurnar — ja svei! Það var bara vegna þessara kvenna að majórinn vildi ekki leyfa okkur að skjóta. Hvernig stendur á því, að þær hurfu sem mýs niður í músarholur? Uss — ef ég sæti við völd, þá vissi ég sannarlega hvað ég gerði við þig! Af hverju hefur mér verið skipað að koma þér lifandi og ómeiddum til Fumen? Þú ert víst sjálfur einn af þeim kjaftforu sem trana sér fram. Mig langaði svo sem mest til að kála þér strax í morgun. í augsýn þinni hef ég... konan þín. Heyrðu — hvað ertu að gera? Ef þú hreyflr þig, hleypi ég afl“ Maðurinn frá Gílan heyrði að Múhameð Valí spennti byssugikkinn. Hann hafði hreyft sig óvarlega, en lét nú fallast niður í sömu stellingar. Hann greip ósjálfrátt um byssuskeflið. Konan sem hafði orðið fyrir skotinu og dáið í uppreisninni í Túlam var konan hans, Soghra. Barn hennar var þá sex mánaða gamalt. Nú var það heima í hreysi hans og enginn gat vitað, hver yrðu örlög þess. Það var ekki hægt að LHSIÐ MILLI LINA 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.