Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 58

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 58
ætlast til að móðir hans sæi um barn. Hún var engin manneskja til þess. En hver ætti þá að sjá urh það? Maðurinn frá Gílan var nú hættur að hlusta á raus yfirliðþjálfans. Honum hafði dottið annað í hug. Gæti hugsast að lögregluþjónninn frá Baludj og yfirliðþjálfinn væru að gabba hann og hefðu stungið að honum tómri byssunni? En tii hvers væri það? Nei, þannig gat það ekki verið. Hann varð að komast aftur til Túlam og barnsins síns. Hann vó skammbyssuna í hendi sér, þeirri hendi sem geymd var í vasa hans. Það var eins og hann héldi að liann gæti komist að því, hvort skot væru í byssunni eða ekki með því að finna þyngd hennar. Það var einmitt þessi hreyfing sem vakti tortryggni Múhameðs Valís og fékk hann til að miða á hann. Oddurinn á byssusting hans var oflangl frá honum; annars hefði ekki þurft nema eitt högg til að slá riffilinn til jarðar og taka hann af yfirliðþjálfanum. „Hó, bróðir, sefurðu eða ertu vakandi? Segðu þó eitthvað! Það kemur líklega í ljós í Fumen hvort þú hefur nokkurt samband við Agól Lulmaní eða ekki.“ Hann bölvaði og ragnaði öllu í sand og ösku eins og hans var vandi. „Þessi Agól — hann hefur haldið fyrir okkur vöku alla vikuna. Um hábjartan dag, á miðjum vegi, rænir hann rútubíl! En við hremmum hann bráðlega. Hann hefur runnið sitt skeið. Heyrðu — er það satt að konan, sem varð fyrir skotinu þennan dag í Túlam, hafi verið dóttir hans?“ Annað veifið varð stormurinn svo hávær, að Gílanbúinn átti erfitt með að greina skerandi og málmkennda rödd yfirliðþjálfans og þvoglulegt tal hans. En einmitt nú var honum mikilvægt að heyra um þessa atburði. Hann var að minnsta kosti farinn að skilja af hverju þeir væru að drösla honum til Fumen. Lögreglumennirnir, eða allavega þeir sem höfðu gefið skipunina um að handsama hann, vissu að hann var tengdasonur Agóls og að enn væru náin tengsl þeirra á milli. Maðurinn frá Gílan gerði sér grein fyrir að yfirmaður lögreglunnar í þorpinu hafði komið upp um hann. Hann hafði oftar en einu sinni varað tengdaföður sinn við að treysta þessuin manni frá Vishkasúkí. Hver veit nema allt sem gerðist í Túlam þennan dag og Múhameð Valí vissi svo góð deili á hefði aldrei átt sér stað, ef ekki hefði verið fyrir manninn frá Vishkasúkí. Konan hans, Soghra, væri kannski enn á lífi og Agól hefði ekki heldur þurft að fiýja lil skógar. Allt sem síðar gerðist hefði aldrei orðið og líf hans sjálfs væri ekki í hættu í dag. Kofinn hristist af öflugri vindhviðu. Dynkur af gömlu tré, sem féll til jarðar, skók kofann enn kröftuglegar, en það dugði þó ekki til að stöðva mælgi Múhameðs Valís, sem hló í sífellu og hafði stöðugt í hótunum við hann. Honum var bersýnilega skemmt yfir eigin háði. Hvað hann gat séð þennan lögreglu- foringja frá Vishkasúkí ljóslega fyrir sér! Þennan mann sem þjarmað hafði að fólki áratugum saman og meira að segja sóst eftir mútufé, eftir að hann var sjálfur kominn á eftirlaun. í von um að losa sig við yfirgang hans gerðu þeir hann að lögreglustjóra. Á árunum fyrir stríð hafði hann haft margt fyrir stafni, og í Teheran hafði hann lagt blátt bann við heimsóknum lögreglunnar í sitt eigið hérað, og því áræddi lögreglan ekki að láta sjá sig þar í grennd. Það hafði verið tengdafaðir hans, Agól, sem hafði stuðlað að því að þessi maður á - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.