Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 60
við majórinn inni á herbergi, var Agól? Ég er ekki hræddur við neinn, að
minnsta kosti ekki við þennan heiðingja, hann Agól. Ég ætla mér að kála
honum sjálfur. Félagar mínir sáu með eigin augum, að hann henti Kóraninum
á eldinn! Mér væri sönn ánægja að fanga hann. Hver þeirra var það? Ég þori
að veðja að það var sá lítt skeggjaði við hliðina á þér. Af hverju svararðu ekki?
Ertu vakandi eða sofandi?"
Með storminum bárust inn í kofann til þeirra annarleg harmakvein. Það
var enn eins og kona í sárri neyð eða kýr sem baulaði í kvöl. Því meir sem
maðurinn frá Gílan lagði við hlustir, því greinilegar fannst honum hann heyra
öll þessi hljóð. Það var sem þau blönduðust örvæntingfullu veini Soghru, þegar
hún varð fyrir skotinu sem banaði henni. Einnig þá var hávaðasamt í kringum
hann.
En hljóðið frá vatninu, sem stöðugt féll úr þakrennunni, kvaldi manninn
frá Gílan enn meir. Það var eins og einhver væri að krafsa með beittri nögl í
opið sár. Hann nísti tönnum í lakt við eintóna hljómfall vatnsdropanna, og
það lá við að hann missti alveg stjórn á sér.
Þögnin í herberginu olli Múhameð Valí yfirliðþjálfa auðsjáanlega áhyggjum.
Hann vildi fá að vita hvort Gílanbúinn svæfi eða væri vakandi.
„Af hverju svararðu mér ekki? Þið eruð fjandmenn Guðs og postula hans.
Það er bæði nauðsynlegt og heilladrjúgt að drepa ykkur alla. Ég hef heyrt að
Agól hafi lýst því yfir, að hann væri tilbúinn að láta taka sig, ef þeir dræpu
morðingja dóttur hans. Það veit hamingjan að mér er nákvæmlega sama, hvort
það var dóttir hans eða ekki dóttir hans sem byssukúlan mín hæfði þennan
dag í Túlam. Ilvað kemur það mér við? Ég gerði bara skyldu mína við Guð. Ég
segi það ennþá einu sinni: Agól er óvinur Guðs, og að drepa hann er
velgjörningur við Guð og menn. Heyrirðu það sem ég er að segja? Ég óttast
engan! Það var mín kúla sem drap konuna — og hvað ætli hann geti svo sem
gert í því...?“
„Leggðu byssuna á gólílð! Þú ert búinn að vera, ef þú hreyfir þig.“
Maðurinn frá Gílan sagði þetta, hásum, höstugum og þvinguðum rómi. Yfir-
liðþjálfinn hafði kveikt á einni eldspýtunni enn, og það var eins og Gílanbúinn
tæki það sem tákn. Á svipstundu hafði hann snarað byssunni upp úr vasanum
og opnað lásinn, og í gullinni birtunni og ljósfjólubláum reyknum frá
brennisteininum, sem lýsti upp herbergið, miðaði hann með byssunni á yfirlið-
þjálfann. Til að geta kveikt á eldspýtunni sluddi Múhameð Valí byssuskeflið
við gólfið meðan hann þrýsti byssuhlaupinu milli armanna. Oddi byssustingsins
var þrýst inn undir vinstra handlegg, þegar hann teygði úr hendinni, sem hélt
á eldspýtunni.
í ljósi eldspýtunnar horfði yfirliðþjálfinn beint inn í byssuhlaupið og
uppsperrt augu Gílanbúans. Það kom algjört fát á yfirliðþjálfann. Hann tók
ekki einu sinni eftir því að eldspýtan brenndi fingur hans, og handleggurinn
féll þungt niður með lærinu.
„Fleygðu rifilinum á gólfið, hreyfðu þig ekki — þá er úti um þig.“
Byssuhlaupið snerti gagnauga yfirmannsins. Maðurinn frá Gílan greip föstu
taki í kápukraga hans og dró hann inn í herbergið.
„Bíddu bara — það verður séð fyrir þér. Haltu bara áfram að gorta. Þekkirðu
60
á J$œy/-iá - TIMARIT hÝÐENDA 1994