Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 61

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 61
mig ekki lengur? Af hverju horfirðu þá ekki á mig?“ Enn rigndi, þó byrjað væri að birta úti við sjóndeildarhring, og dimm skýin dreifðust smám saman. „Þú sagðist engan hræðast. Vertu þá ekki hræddur! Ég hef ekki drepið þig enn! Ég ætla að kyrkja þig með eigin höndum! Soghra var konan mín! Mann- skræfa, þú myrtir konuna mína. Þú ert morðingi Soghru! Þú hefur rænt barni mínu móður sinni og ég ætla mér að útrýma allri þinni ætt. Ég geri út af við ykkur öll! Ég er Agól núna — þú ert ekki hræddur við hann! Nú — af hverju ertu svona hreyfingarlaus? “ Maðurinn frá Gílan tók riffilinn úr höndum hans og yfirliðþjálfinn féll saman eins og drusla. Gílanbúinn reisti rifiílinn upp %dð vegg. „Þú hefur gortað af því að þú varst ekkert hræddur við Agól. Agól stendur hér fyrii' framan þig. Vesalings Agól — sorgin yfir dauða dótturinnar lagði hann í gröfina. Það er ég sem hef sagt, að Agól muni gefa sig fram þegar morðingi Soghru er framseldur mér. Það er enginn Agól lengur sem getur gefið sig fram. Það var ég sem rændi rútubílinn á veginum. Enginn þeirra félaga, sem voru með mér þar, á lengur þak yfir höfuðið. Þeir voru allir reknir frá húsum sínum og eignum. Ég segi þér frá öllu þessu, svo þú vitir af hverju þú verður að deyja. Stattu upp! Ég sting byssunni í vasann. Ég vil gera út af við þig með mínum eigin höndum. Ég vil sjálfur bíta þig á barkann. Ég er Agól núna og mér er létt í skapi.“ Hann saup hveljur í reiði sinni. Ákefðin fékk hann til að gleyma því, að hann þurfti að drepa fjandmanninn. Það sást smám saman móta fyrir yfirliðþjálfanum í morgunskímunni. „Jú — ég var foringinn. Ég er bæði læs og skrifandi. Ég hef lært það undanfarin fimm ár. Ég hef reyndar mátt læra margt. Þú sagðir að ekki væru lögleysur í landinu. Hvað kallar þú þá lögleysu? Þið rænið okkur! Þið rekið okkur að heiman. Við eigum ekkert lengur. Það er ekki til einn einasti bóndi lengur! Hefur þú ekki oft sjálfur gabbað mig? En þú hefur verið heppinn að lifa svona lengi! Hefði ég vitað fyrr að þú varst morðingi Soghru, værir þú fyrir löngu kominn undir græna torfu. Hvor okkar er heiðinginn? Þið sem þúsund sinnum sóruð við Kóraninn, uppfullir af loforðum sem þið aldrei stóðuð við. Hafið þið ekki svarið að allir geti lifað í sátt, samlyndi og öryggi? Af hverju grípið þið þá saklaust fólk að ástæðulausu? Af hverju svipta það líf? Hver er eiginlega ræninginn? Forfeður mínir hafa átt heima á þessum slóðum öldum saman. Hvaða jarðeigandi hefur búið hér í Gflan í meira en fimmtíu ár?“ Það sló nálega út í fyrir honum. Hann var svo óðamála að tal hans varð næstum óskiljanlegt. Múhameð Valí yfirliðþjálfi lá á hnjánum á gólfinu og þrýsti enninu fast að gólffjölunum. Hann hélt báðum höndum um hnakkann sér til varnar. Ilattur lians var dottinn á gólfið. „Vertu alveg óhræddur! Ég drep þig ekki svona fyrirhafnarlítið. Ég vil drekka blóð þitt. Ég vil ekki eyða kúlu á þig — þú ert ekki þess virði. Stattu upp! “ En yfirliðþjálfinn hreyfði sig ekki úr stað. Jafnvel þó Gílanbúinn sparkaði í liann, þrýsti hann bara andlitinu niður í gólfið. Útlimirnir hlýddu honum ekki lengur. Maðurinn frá Gílan rétti út höndina, þreif í regnkápu yfirmannsins og á Jföœ&S'lá - LESIÐ MILLl LÍNA 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.