Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 62
leit beint framan í hann. Skelft andlit Múhameðs Valís sást óljóst í daufri
morgunskímunni. Svitinn bogaði af andlitinu. Hann ranghvolfdi augunum,
svo ekki sást í nema hvítuna. Ilann virtist vera orðinn meðvitundarlaus. Gul
froðan lak úr munninum og það korraði í honum. Samt tókst lionum að byrja
að tala, þegar hann leit í björt og glampandi augu Gílanbúans.
„Gefðu mér líf! Vægð! Ég er fimm barna faðir. Hlífðu mér barnanna vegna!
Ég skal gera allt sem þú skipar mér. Fyrirgefðu mér æsku þinnar vegna. Það
var lygi sem ég var að segja. Ég drap engan. Ég er ekki morðingi Soghru. Það
var majórinn sjálfur sem hleypti af — ég snerti ekki á vélbyssunni.“
Yfirliðþjálfinn brast í grát. Jafnskjótlega og vatn slekkur eld hvarf reiði Gílan-
búans fyrir þrábeiðni, kjökri og ístöðuleysi yfirliðþjálfans. Hann gat ekki annað
en hugsað til barnanna fimm — ef hann væri þá ekki að ljúga því. Hann sá sitt
eigið barn fyrir sér, þar sem það lék sér úti í horni heima í kofanum.
Það var hætt að rigna. Morgunkyrrðin og skær birtan urðu enn frekar til að
vekja fyrirlitningu Gílanbúans á Múhameð Valí. Birtan kom honum til að flýta
sér. Hann spýtti fyrirlitlega, og eftir nokkrar mínútur hafði hann lokið við að
klæða yfirmanninn úr regnfrakkanum, leyst skothylkið af belti hans og vafið
sitt eigið teppi um háls honum og höfuð.
Síðan setti hann á sig hatt yfirliðþjálfans, sveipaði regnkápu hans um herðar
sér og steig út á svalirnar.
Innan úr skógi heyrðist aftur kvalaóp eins og frá konu í nauðum.
Um leið heyrðist hvellt skot. Það hæfði hægri handlegg mannsins frá Gílan.
Áður en hann næði að snúa sér við varð hann fyrir annarri kúlu sem hæfði
hann í brjóstið, svo hann steyptist niður af svölunum.
Þetta var verk lögregluþjónsins frá Baludj.
Guðrún S. Jakobsdóttir þýddi úr persnesku.
62
á jSayáiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994