Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 64
Endalok náttúruskoðunar
Árið um kring var hörtjörnin rotnandi í hjarta
borgarlandsins; grænn og blómþungur hörinn
hafði grotnað þar undir svarðarkökkum.
Dag hvern mæddist hann undir grimmri sól.
Loftbólur stigu upp mjúklega, maðkaflugur
ófu sterka grisju af suði kringum eiminn.
Þarna voru drekaffugur og doppótl fiðrildi.
En af öllu bar þó volgt, þykkt slafak
froskagotu, sem óx eins og drafli í dýi
í skuggaskjóli bakka. Hérna var það vor hvert
að ég fyllti sultukrukkur kekkjóttu sfupi
og raðaði vel á gluggasyllurnar heima,
á hillur í skólanum, og beið með athygli eflir
að úr vaxandi flyksum bi’ytust út lipur-
syndandi halakörtur. Ungfrú Walls var alltaf
að fræða okkur um að froskapabbi nefndist
froskboli og hvað hann kvakaði, og froskamamma
yrpi hundruðum lítilla eggja, en þau væru einmitt
froskagotan. Það væri líka hægt að ráða veður
af froskum, því þeir væru gufir í sólskini en brúnir
þegar rigndi.
Svo var það heitan dag þegar engin deyndu
af mykju í grasi að reiðir froskar gerðu
innrás í hörtjörnina; ég smaug limgerðið
inní kvak, nokkuð klúrt sem ég hafði ekki heyrt
fyrr en þá. Loflið fyfltist af bassasöng.
Niðreflir öllu lóni tylltu sér vambmiklir froskar
á köggla; og slöpp hesin blöktu eins og segl.
Sumir hoppuðu; smellir og skellir hlautfeg ögrun.
Uppstilltir einsog forarsprengjur, fretandi aulaleg höfuð.
Mér varð illt, sneri undan, og hljóp. Eðjukóngarnir miklu
höfðu safnazt til hefnda, og ég vissi
að dýfði ég hendinni í myndi gotan grípa.
64
á - TÍMARIT TÝÐENDA 1994