Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 69

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 69
Martin A. Hansen Hermaðurinn og stúlkan f lestarklefanum sátu hermaður, gömul kona og tveir digrir karlmenn sem spiluðu á spil. Hjá þeim digrari sat lítill laglegur drengur. Hárið á honum var svart og liðað og augun sömuleiðis tinnusvört. Litli drengurinn sat og horfði á hermanninn og hermaðurinn horfði á hann. Brúnn einkennisbúningur hermannsins var gamall og snjáður. Á frakkann vantaði þegar hnapp og annar var að losna. Á brjósti sér bar hermaðurinn heiðursmerki. Gamla konan sat og svaf. Þegar lestin hægði á sér eða nam staðar var helst svo að heyra sem gamla konan væri eimreiðin. Litla járnbrautarlestin nam þráfaldlega staðar. Annaðhvort var það einhver með matarpakka handa lestarstjóranum eða kráka sat á brautarteinunum framundan. Lestin minnti á gamlan hund sem skokkar áleiðis svosem hundrað skref á skurðbakka og stansar til að sinna þörfum sínum. „Ég hef aldrei á ævinni séð svona laglegan dreng,“ hugsaði hermaðurinn. „Undarlegt að hann skuli hafa eignast þvílíkan föður eða réttara sagt að faðirinn skuli hafa eignast þvílíkan son.“ Auðséð var og auðfundið að faðirinn hafði fengið sér duglega í staupinu. „Ég vildi óska að þetta væri sonur minn,“ sagði hermaðurinn við sjálfan sig. „Hann er líkur tónlistarmanni eða manni sem hefur skapað tónlist, tónskáldi sem ég hef séð mynd af þegar hann var á unga aldri. Einsog þessi drengur. Ég hugsa að hnokkinn sé músíkalskur. Eflaust getur hann leikið á flautu. Það er best ég gefi honum hnapp.“ Hermaðurinn sleit lausa hnappinn af frakkanum sínum og rétti drengnum. „Hann hefur verið með í stríðinu," sagði hann. „En það skaltu ekki láta á þig fá. Hann er ágætur.“ Litli snáðinn varð glaður við. Hann efaðist víst ekki um að hnappurinn væri úr gulli. Hann hnippti í pabba sinn og ællaði að segja eitthvað. Og faðirinn strauk svörtu lokkana hans. Hermaðurinn sá að litli snáðinn var með vansköp- uð eyru. „Jæja,“ hugsaði hermaðurinn með sér. „Hann getur þá ekki leikið á flautu. Þar skjátlaðist mér.“ En faðirinn var hreint ekki sem verstur, jafnvel þó hjarta hans væri mauk- soðið í brennivíni og skeggbroddarnir svo sverir að hægt hefði verið að reka flugu í gegn með hverjum þeirra. Hann lagði frá sér spilin og fór að leika sér við drenginn; þeir höfðu hnappinn að leikfangi og skennntu sér konunglega. Mennirnir og drengurinn stigu af lestinni við næsta brautarpall. „Halló!“ hrópaði hermaðurinn, „þú mátt eiga heiðursmerkið mitt.“ En þeir heyrðu ekki til hans, og í þetta sinn var eimreiðin áköf og vildi óðara af stað. Nú voru bara hennaðurinn og gamla konan eftir í klefanum. Hún var vöknuð og tók tvö epli uppúr körfunni sinni, fleygði öðru þeirra til hans. „Takk,“ sagði hann. „Það var gremjulegt að mér skyldi ekki detta það í hug á - LESIÐ MILLI LÍNA 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.