Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 71
„Því miður,“ sagði hermaðurinn. „Ef um hnapp hefði verið að ræða, þá
væri það kannski hugsanlegt. En lögin mæla svo fyrir að heiðursmerki megi
aðeins gefa litlum svarthærðum drengjum sem eru daufdumbir.“
Lestarstjórinn settist á dyraþrepið til að hugsa. „Sannleikurinn er sá,“ sagði
hann um síðir, „að fyrir þessa töf höldum við ekki áætlun. Og úrþví við fáum
ekki greiðslu verðum við víst að fara með þig alla leið á endastöðina.“
„Þá verð ég að hefja borgarastyrjöld,“ sagði hermaðurinn. „Og það er hreint
ekki fýsilegt þegar maður er í eðli sínu löghlýðinn. En ekki er vert að tefja
ykkur lengur.“
Hann þrýsti hönd gömlu konunnar og sagði: „Nú verður þú að lofa að vera
mér trú og bíða mín.“
„Já,“ sagði hún og táraðist.
Þvínæst tók hermaðurinn í hönd lestarstjórans og sagði: „Þú hefur tekið
þessu ljúfmannlega. Nú skaltu ekki liugsa meira um það. Ég kem mjög
bráðlega og greiði sektina. Og einsog þú veist þá gengur hermaður ekki á bak
orða sinna.“
Þegar hann hvarf á braut stóð gamla konan við klefagluggann og horfði á
eftir honum meðan lestin rann af stað. Svo fékk hún kolaryk í annað augað og
varð að setjast til að leita að vasaklútnum sínum.
Hermaðurinn gekk og litaðist um og talaði við sjálfan sig: „Það er líkt. Já,
hvað það er líkt! Það hlýtur að vera liér. Heppni að ég skyldi koma þessa leið.
Ég hefði getað leitað óralengi. Þangaðtil ég helði verið að þrotum kominn.
Vænstu menn að hleypa mér úr lestinni. Merkilegt hvað menn geta nú verið
vænir. Já, það er líkt. Lítill skógur. Bakkarnir þarna. Engin hús. Og líka skýin
þarna. Mér datt það í hug þegar ég sá skýin...“
Þannig gekk hann og talaði í hljóði. Þegar hann kom að tjörninni sá liann
að það var stór mergilsnáma. í henni var vatn og sef.
„Já, hér hlýtur það að vera,“ sagði hann, „og það er bara viðkunnanlegt að
vera í góðum félagsskap.“
Það var gamla ranimoskið í tjörninni sem hann hafði í huga: ryðgaðar
fjaðradýnur, fúnir pokar, götóttar skjólur, brotin skófla, diskabrot, glerbrot og
margt fleira. Á elriviðargrein sem teygði sig útyfir vatnsborðið hékk kjóldrusla.
„Góðan daginn, frú,“ sagði hermaðurinn við kjólinn. „Kærar þakkir fyrir
heimboðið. Ég er viss um að ég á eftir að kunna mjög vel við mig hérna.“
Hann settist í grasið undir einum pílviðinum og reimaði frá stígvélunum
sem hann síðan sparkaði af sér. Annað þeirra valt næstum útí tjörnina.
„Þetta var gott,“ sagði hann og tók af sér heiðursmerkið.
„Þetta er prýðilegasta heiðursmerki, heiðraða mergilsgröf,“ sagði hann.
„Það hefur að sönnu ekki verið eins nytsamlegt og aðrir hlutir í safni þínu. En
samt sem áður...“
Hermaðurinn fleygði heiðursmerkinu útí tjörnina. Þvínæst kveikti hann
sér í sígarettu og lagðist útaf á tjarnarbakkann með hendur undir hnakka.
Það leið að kvöldi og tók að kula, en hann skeytti því engu. Hann gat legið og
horft uppyfir bakkana. Þar voru engin hús eða tré, ekkert korn.
Skýin höfðu færst úr stað, roðnað og breytt um lögun. Aldrei framar yrðu
þau söm og áðuiyen hann gat samt enn borið kennsl á þau.
á-~ LESIÐ MILU LÍNA
71