Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 72

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 72
Hermaðurinn sofnaði. Sígarettmia haiði hann sjálfur vaflð, svo það slokknaði í henni. Hann svaf ekki sérlega vært, en brátt datt rökkrið á og samlagaði hann mergilstjörninni og hinum hlutunum, og nú líktist hann sjálfur auðri og hljóðlátri jörðinni. Þegar hann vaknaði var orðið nálega aldimmt. Hann þreifaði kringum sig, greip um viðarteinung sem lá þar og reis síðan gætilega á fætur. Hann hélt báðum höndum um teinunginn og leit til allra átta. Húfan var dottin af honum og grannir fingur kvöldkulsins ýfðu á honum hárið. Tunglið bar allhátt yflr bakkabrúnina. Það hafði fylgt í kjölfar sólar mikinn hluta dags og var nú á leið til viðar. Herntaðurinn kveikti sér í sígarettu og lagðist fyrir aftur. Síðan hlustaði hann stundarkorn á rottu eða eitthvert annað smákvikindi sem rjálaði við annað stígvélið hans. „Hver ert þú?“ var sagt hljóðlega að baki honum. Hermaðurinn lá og starði. Hann greip enn til viðarteinungsins, en gat ekki orðið neins var. „Ég er hermaður,“ sagði hann loks. „Þarf ég nokkuð að óttast þig?“ spurði röddin. „Nei,“ sagði hann. „En þú hefur samt unnið mönnum mein?“ spurði röddin. Þetta var stúlkurödd. Hún var ekki sérlega hástemmd, en skýrmælt. Og enn fékk hermaðurinn ekki greint neitt. „Geturðu séð hvar tunglið er?“ sagði hann. „Það hlýtur að vera nýkomið upp.“ „Ég ligg hérna og get ekki séð neitt,“ sagði hún. Hermaðurinn vafði frakkann þéttar að sér og braut upp kragann. Nú saknaði hann hnappanna tveggja. Það var kalt. „Þú skalt ekki vera hræddur við að segja það,“ sagði stúlkuröddin. „Þú varst hermaður og þá gastu auðvitað ekki hjá því komist.“ „Segðu mér eitthvað, stúlka góð,“ sagði hermaðurinn. „Æ, það er svo lítið að segja.“ Síðan varð svo löng þögn að rnúsin áræddi aftur að glíma við stígvélið. „Ég er bara svo einmana,“ sagði stúlkuröddin, „en nú ert þú kominn.“ „Já,“ sagði hann. „Þú hefur eflaust farið um allt, séð allt og reynt svo margt vont,“ sagði hún, „en ég hef legið hér og þráð svo lengi, svo lengi.“ „Hérna eru menn afskráðir,“ sagði hermaðurinn. „0, það er varla umtalsvert,“ sagði stúlkuröddin. „Ég var ekki gömul. Ég vildi svo fegin vera glöð og lifa. En svo varð ég hrædd og hljóp hingað niðrað vatninu.“ „Ég spyr þig ekki um neitt, stúlka góð,“ sagði hermaðurinn. „Nú ligg ég róleg. Og mér sýnist ég sjá tunglið núna.“ „Mér missýndist áðan,“ sagði hann. „Tunglið er ekki nýkomið upp. Það er að ganga til viðar. Mér fellur illa við þennan rauða lit sem það fær á sig. En það hverfur rétt strax.“ „Þá ætla ég bara að liggja og hugsa um að þú sért hérna,“ sagði hún. 72 á Jföeeyúá ~ Tl'MARIT ÞÝÐENDA 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.