Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 96
sjálfan sig, aftur á barinn, þar er leikin tónlist, einhvers staðar er hún leikin,
hún heyrisl bara ekki. Enn þurfli að spyrja E. B. svo margs, hann vissi nánast
ekki baun um hana. Hvað ef þessi flugmaður haíði alls ekki hrapað? Hvað ef
hann var alls ekki til? Bréíln höfðu reyndar borist honum reglulega til baka,
ástimpluð Viðtakandi ókunnur, þótl E. B. hefði gefið honum heimilisfangið.
Skrifa þú fyrst, hafði hún sagt. Við hvaða sjúkdómi hafði hún annars leitað sér
lækningar í þessari borg? Kannski bafði hún dáið úr honum og þess vegna
ekki svarað. En hvers vegna datt honum þetta allt í hug núna, efiir þrjátíu ár?
Haíði hann verið trúgjarnari í þá tíð eða hafði hann haldiö að sérhver kynni
yrðu bætt upp með öðrum nýjum? í Maríulaugum, í nánd við furuskóginn, er
kirkjugarður fullur af fuglatísti. Þau höfðu legið samslungin undir trjánum.
Ertu hamingjusöm? spurði H. Já, en þeir dauðu, E. B. benti yfir að kirkjugarð-
inum, eru hamingjusamari en ég. Þeir elska engan lengur. Ástin veldur
sársauka. Og hafði hún ekki sagl neitt meira? Var ekki liægt að grufla upp eitt
einasta orð framar? IJún stendur á brautarpallinum og vinkar ekki einu sinni.
Birta h'ður yiir rauðan hnífsblaðsmunninn. Með höfuðið reigt aftur á bak, eins
og í dansinum, Je t'attandrais, Je t'attandrais. Það var ótækt að hún liafði ekki
sagt neitt. Enni H. var svitastokkið. Eða hafði vatn skvest á hann úr gos-
brunninum í Maríulaugum? Hann færði höndina til að þurrka af sér en titrandi
fingur hans rákust á mjúka netta hönd E. B. Turninn sem orðinn var að
fiðluboga nálgaðist strengi hótelsins. Augu H. fylltust undrun. En þú hefur
aldrei strokið mér um ennið, andvarpaði hann.
Franz Gíslason íslenskaði.
96
á - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994