Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 98

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 98
— Nú ætlar þessi loddari að vinna á sitt band mína menn. Hann ætlar að kveikja í brjósti þeirra þrá eflir íjarlægum slóðum og löngun til að klífa há íjöll. Hann kemur þeim til að slæpast, hann fær þá til að vanrækja sín daglegu störf, hann gerir þá værukæra og uppivöðslusama. Þeir hætta að sinna heimilum sínum og vinnunni sem ég veiti þeim. Þeir munu rísa upp gegn mér. Þeir breytast úr vinnuhjúum í uppreisnarseggi. Þeir munu hafa að engu boð mín og bönn og stofna í hættu veldi mínu. Og hann kallaði lil undirsáta sinna með þrumuraustu: — Haílð upp á þessum vandræðamanni og flæmið hann burt héðan, þennan svikahrapp, þennan bullukoll, þennan flækingsgarm og aðskotadýr. Hann spillir hér öllu í þorpinu okkar. Sjálfur á hann ekkert föðurland og er hingað kominn til að læða inn hjá okkur fyrirlitningu á því sem Guð hefur gefið okkur helgast og verðmætast: Ættjörðinni! Og hann sendi út þjóna sína, og þeir grýttu manninn. Augu Kúnala Augu þín fjóma í myrkrinu, og mér þykir sem þau muni ljóma um aldur, sem eitthvert undur hafi fætt þau og eitthvert undur muni geyma þau óskert um aldur. í þeim sé ég ekkert háð, enga illgirni, ekkert fals eða launung, enga tortryggni, enga beiskju, og það sem mest er um vert: enga heift og ekkert hatur. En þessi augu, sem eru glædd ástinni og glampa af ódauðleika, kalla fram í huga mér tvö önnur augu, augu sonar Asoka konungs, augu Kúnala, eins og þau birtust mér eitt sinn í sýn iöngu horfinnar aldar og fjarlægs lands, þá stund er ég fletti bföðum djúpviturrar Búddhabókar. Kóngssyninum unga unni stjúpmóðir hans. Hún lagði á hann ást örvilnaðra hjartna, ást fordæmdra sálna. — Kúnala, drengurinn minn, þegar ég sé þig, fer ég öll að titra, mér finnst ég vera að dauða komin, og eldur læsir sig um mig alla, líkt og um fölnað strá í skógarbruna. — Móðir, móðir, þannig máttu ekki tala við drenginn þinn, því í rauninni ertu mér móðir. Reyndu að sigrast á þessu þunga fári, löngun þín er vegurinn til vítis. — Kúnala, drengurinn minn, stingdu litlu hendinni þinni í lófa minn, því hvað er hreinleiki hjartans hjá kossi þínum og hvað værð nirvana hjá faðmlagi þínu? — Móðir, móðir, betra að ég dæi þá og fengi að vera ósnortinn. Hvað væri mér líf sem ekki ljómar af hvítri birtu hreinleikans? Hvers virði væri mér líf sem ekki er annað en skotspónn skæðra tungna og hneykslunarhella réttlátra? Nei, fjarri sé það mér! Og drottningin, stjúpan, lagði á Kúnala hatur örvilnaðra hjartna, hatur fordæindra sálna. Og prýdd allri sinni fegurð fór Apsara og fleygði sér í faðm Asoka konungs, fór hún og féll fyrir fætur honum og bað hann einnar bónar: Að hún fengi að sitja á konungsstóli í eina viku og mætti ráða ríkjum eftir 98 á JSaep/iiá - TIMARJT ÞÝÐENDA 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.