Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 102

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 102
sniðinu á kjólfötunum sem þeir kaupa sér fyrir þrítugt og nota afar sparlega næstu fjörutíu og fimm árin. En þessi maður var í kjóljakka sem hefði getað verið saumaður í gær þótt hann væri hefðbundinn í sniðinu. Hann var með fremur sítt hár og iiðað, en afar glæsilega snyrt og greitt. Hann bar sig fyrir- manniega. Ég er ívið of gamall til þess að geta sagt karimannsandiit frítt án þess að blygðast mín, en hann var samt óneitanlega fríður — fríður, en kulda- legur og þóttafullur í fasi. Ég þekkti strax manngerðina — bersýniiega gistikennari frá einhverjum liáskóla í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. „Þetta er snoturt verk, finnst þér ekki?“ sagði ég og var þá að hugsa um altarisbríkina okkar. Hann virti mig ekki viðlits. „Nokkuð athyglisvert, af fjölskyldumynd að vera,“ muldraði hann. Ég dró þá ályktun að hann hlyti að vera heyrnarsljór. „Þetta er rússneskt verk frá sautjándu öld, það sem kallað er hreyfanlegt helgimyndaþil,“ sagði ég og brýndi raustina. „Leiðinlegt að það skuli vanta mynd af pabba. En þetta er samt ekki sem verst, svona samanborið við annað,“ sagði hann og hélt áfram að látast ekki sjá mig. „Ég býst við að þú sért hér að heimsækja listadeildina okkar,“ æpti ég. Þá sneri hann sér við og leit á mig. Vorkunnsemi og fyrirlitning bitust á í augnaráði hans. Mér varð ónotalega við því enginn hefur horft á mig á þennan hátt síðan ég tók munnlegt próf í síðasta sinn og það var fyrir um það bil þrjátíu árum. „Þekkirðu mig ekki?“ spurði hann. Mér rann í skap. Ég á fremur bágt með að muna nöfn, en er afbragðsgóður í andlitum. Ég var viss um að ég hafði aldrei séð hann áður. Og þó — það var eitthvað kunnuglegt við hann. „Segir þetta þér eitthvað?“ sagði ókunni maðurinn og gerbreyttist á auga- bragði. Skarlatslitur þröngur búningur og efnismikil rauð skikkja birtust í stað nýtískulegu kjólfatanna og ómurinn frá diskótekinu uppi virtist skyndi- lega umhverfast í kunnuglega takta — eftir hvern var þetta nú aftur — jú, Gounod. „Auðvitað þekki ég þig núna,“ hrópaði ég, „þú ert nýi skólastjórinn í Óperu- skólanum. Mikið var vel til fundið hjá þér að koma í leikbúningi." „Nei!“ æpti hann gremjulega og tók aftur stakkaskiptum. í þetta sinn var hann kominn í grófgerðan loðinn búning og eins konar hófar á fótunum; stór hrútshorn spruttu fram úr enni hans og á botninn, þar sem buxnasetan hafði verið, var komið ljótt fés með langa rauða tungu sem lafði ruddalega út úr munninum. „Auðvitað,“ hrópaði ég og hló eins og iífi því ég var að verða nokkuð smeyk- ur, „þú hlýtur að vera leikari úr miðaldaleikhópnum, Poculi Ludique Societas. En gott dulargervi!“ „Dulargervi!“ öskraði hann eins og Ijón. Á sama andartaki barst hátt fret frá slapandi tungunni í neðra fésinu — svo sannarlega háðslegur hornablástur. „Auma afsprengi vantrúaraldar, hvaða tökum á ég að taka þig?“ Og mér til ómældrar skelfingar stóð allt í einu — beint fyrir framan mig í kapellunni — rauður dreki með sjö höfuð og tíu horn og sjö kórónur, hverja á sínu höfðinu. 102 á ~ TIMARIT ÞÝÐENDA 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.