Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 104
Ég var kominn í klípu. Gegn hinu illa, kaldriíjuðu og skeíjalausu, hefði ég
getað beitt mér til fullnustu og tortímst til varnar háskólanum. En andspænis
tilfmningasemi var ég ráðþrota. Nú var ýtrustu tillitssemi þörf.
„Er soldið ijör á æskuheimilinu þegar jólin skella á?“ spurði ég og fannst
að svona samræðustíll gæti slegið vopnin úr höndum hans.
„Ég veit það ekki,“ svaraði hann, „ég var búinn að segja þér að mér hefur
aldrei verið boðið heim eftir að okkur föður mínum varð sundurorða, og það
var fyrir langalöngu. Jólin urðu ekki til fyrr en heilli eilífð eftir það.“
„Já, ég held ég skilji hvað þú átt við að stríða,“ sagði ég. „Það er von þú sért
svona vondur og það er alls ekki þér að kenna. Þitt hlutskipti var að vera barn
í ijölskyldu í upplausn, eins og við köllum það núna.“
Andskotinn sendi mér auga sem gerði mér verulega órótt innanbrjósts.
„Þótt ég njóti þess að láta þig vorkenna inér, skaltu ekki halda að ég geti ekki
lesið þig eins og opna bók,“ sagði hann. „Þú heldur að þú sért klókari en ég.
Háskólamenn ganga oft með þá grillu.“
„Ég held svo sannarlega ekki að ég sé klókari en þú,“ sagði ég, „mér er
fullljóst hvað hendir prófessora sem lenda í slíkri villu; hinn lánlausi dr. Fást,
til dæmis. En mér finnst samt að þú getir kornið drengilega fram við mig; þú
ferð frain á samúð mína og þegar ég legg mig allan fram hefurðu í hótunum
við mig og vænir mig um hræsni. Við skulum reyna að ræða saman vitrænt og
heiðarlega.“
Aftur endurómaði kapellan af þessu snögga klúra freti og mér varð ljóst að
þótt andskotinn kysi að birtast í gervi séntilmanns með óaðfinnanlegan nútíma-
smekk voru allar hinar hliðarnar á persónu hans til staðar, þótt ósýnilegar
væru, meðal annars sú með drekahöfuðin sjö og hin með tunguna á þessum
óvenjulega stað.
„Viti’ænt og heiðarlega þýðir bara að fara að þínum leikreglum,“ sagði hann,
„og ég kann best við mínar eigin sem ég bý til jafnóðum. Heldurðu að ég sé
svo skyni skroppinn að ég geti ekki haft nema eina skoðun í einu? Meira að
segja þið, þetta heimska mannfólk, eruð fær um það. Mér finnst gaman að
vera með vellu kringum jólin; þá er nú einu sinni afmæli litla bróður míns.
En láttu þér ekki detta í hug að ég láti nokkurt tækifæri úr greipum ganga til
að gera þau hvimleið þrátt fyrir það.“
Hann þagnaði og ég sá að hann var bæði að hugsa til fortíðarinnar og að
springa af monti, svo ég hafði hljótt um mig, og brátt hélt hann áfram.
„Ég held að jólakortið hafi verið ein snjallasta uppfinningin mín,“ sagði
hann. „Já, ég held að öllu öðru fremur hafi jólakortið orðið til þess að varpa
skugga á jólin. Og ég kom því svo kænlega af stað; bara nokkur snotur viktorí-
önsk kveðjuorð á prenti og síðan — jæja, þú veist hvernig ástandið er núna.“
Ég kinkaði kolli og nuddaði á mér handlegginn sem var enn helaumur af
skrifkrampa.
„Og gjafirnar,“ sagði hann hugsi. „Þær eiga auðvitað rætur að rekja til gjafa
vitringanna. Ég þekkli vitringana vel, skilurðu. Kaspar, Baltasar og Melkíor
— bestu strákar og gjafirnar þeirra, gull, reykelsi og mirra, báru göfugu
hjartalagi þeirra vitni. En þegar ég fór að útfæra hugmyndina og kom því inn
í kollinn á fólki að allir ættu að gefa svotil öllum öðrum jólagjafir var ég svo
104
á Jföayáá - Tl'MARIT ÞÝÐENDA 1994