Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 105

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Side 105
sannarlega í essinu mínu. Það meistaralega við þetta er að flesta langar að gefa fólki sem þeim fellur vel við gjafir, en ég hef skyldað menn til að gefa líka því fólki sem þeim er illa við. Það er sama hvernig á það er litið, þetta var sniildarleikur — algjör snilld.“ Mér varð ómótt af því að horfa upp á hvernig hann varð svaðalegri í útliti eftir því sem hann varð grófyrtari. Hann var orðinn rjóður í framan, rakur um varir og með undirhöku. Og einhvers staðar að tjaldabaki heyrði ég höfuðin sjö á rauða drekanum hvæsa eins og stóreflis höggorma. „Jólasveinninn — já, heiðurinn af jólasveininum á ég einn,“ hélt hann áfram. „Sjáðu myndina af honum hérna á altarisbríkinni ykkar — heilagur Nikulás, kraílaverkamaðurinn. Fyrirtaks karl. Ég þekkti hann vel þegar hann var biskup í Mýru. Naut þess að gefa gjafir. Örlátur og rausnarlegur eins og dýrlingum einum er fært. En þegar ég tók til minna ráða og auglýsingamennskan komst í algleyming var björninn unninn. Nú eru myndir af honum um allt — drvkkjuþi'útnum gömlum róna á rauðum búningi sem hefur allt milli himins og jarðar á boðstólum: tímaritsáskriftir, gosdrykki, ódýra skartgripi, mjólkur- afurðir, rafmagnshárblásara, sjónvörp, pissudúkkur — hjá jólasveininum fæst allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ég hitti stundum heilagan Nikulás, hann er til ennþá og er að reyna að bjarga jólunum, og mér er sosum sama þótt ég segi þér að þegar við hittumst blygðast ég mín næstum fyrir að horfa framan í hann. Næstum, en ekki alveg.“ Þegar hér var komið sögu var svotil allur glansinn horíinn af andskotanum. Fallegu kjólfötin voru orðin að þvældum lörfum, hárið þunnt og fitugt, vömbin og afturendinn höfðu bólgnað svo út að hann var í raun og sannleika perulaga, og vasaklúturinn sem hann hafði fiskað fram til þess að þurrka grimmdarleg gleðitárin úr augunum var viðurstyggilega skítugur. Ég vissi ekki hvað ég átti til bragðs að taka en fannst að örþrifaráða væri þörf. Og þá fékk ég hugmynd. Það er ákveðin iðja sem er afar vinsæl í uppeldisfræðum um þessar mundir og kallast „ráðgjöf1. Nokkrum sinnum á ári hverju fæ ég bréf með fyrirspurn- inni: „Hvaða ráðgjafarstarfslið er fyrir hendi í skóla yðar?“, og ég svara alltaf með einu orði — „Ég“. Nú var stund ráðgjafarinnar bersýnilega runnin upp og það eina sem velktist fyrir mér var fullvissan um að ráðgjöf væri líka uppfinning andskotans. Mundi hann falla fyrir eigin bulli? Ég varð að reyna. „Þú ert kominn hingað til þess að skoða altarisbríkina okkar,“ sagði ég og lagði handlegginn um axlir hans, föðurlega en þó kurteislega, eða það vonaði ég. „Horfðu nú á hana og hugsaðu um gamla heimilið þitt, um ijölskyldu þína. Því miður eigum við enga mynd af föður þínum —“ „Andlitsmyndin eftir Michelangelo er langbest,“ greip hann fram í, „hún er alveg eins og hann.“ „— en líttu nú á bræður þína, Mikjál erkiengil og Gabríel erkiengil. Hvað þeir eru myndarlegir! Sjáðu hvað þeir eru vel á sig komnir líkamlega þótt þeir séu næstum jafngamlir þér. Mundu að eitt sinn varst þú líka svona —“ Ég kippti snarlega að mér handleggnum; öll andstyggðarmerkin um andlega og líkamlega hrörnun voru horfln í einu vetfangi og hann stóð við hlið mér, berstrípaður, með dýrlega svarta vængi. „Þannig er ég enn,“ sagði hann hróð- á jföayÁxá - lesiðmilli lína 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.