Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 112
Guðbergur Bergsson (Fjölskyldutengslin bls. 55), fæddur 1932,
rithöfundur, hefur þýtt úr spænsku og portúgölsku.
GuðrÚn S. Jahobsdóttir (Maðurinnfrá Gílan bls. 48), fædd 1929,
hjúkrunarfræðingur, búsett í Danmörku, hefur lagt stund á persnesk fræði
við Kaupmannahafnarháskóla og þýtt úr persnesku á dönsku.
Gunnar Kristjánsson (Skáldið á Bœgisá bls. 6), fæddur 1945,
sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós.
Helgi Hálfdanarson (Við eldinn bls. 27), fæddur 1911, þýðandi, hefur
þýtt úr ensku og Norðurlandamálum.
Ingibjörg Haraldsdóttir (Sálmur bls. 23), fædd 1942, rithöfundur,
hefur þýtt úr rússnesku og spænsku.
Karl Guðmundsson (Sex Ijóð bls. 63), fæddur 1924, leikari, hefur þýtt
leikrit fyrir útvarp og leiksvið og ljóð úr ensku og spænsku.
KrÍStján Arnason (Tvær sögur bls. 97 og Söngljóð frá Grikklandi bls.
41), fæddur 1934, dósent í bókmenntafræði, hefur þýtt úr frönsku, grísku, latínu
og grísku.
Olöf Eldjárn (Þegar kölski kemst heim um jólin bls. 101), fædd 1947,
ritstjóri, hefur þýtt úr ensku og Norðurlandamálum.
Sigurður A. Magnússon (Hermaðurinn og stúlkan bls. 69), fæddur
1928, rithöfundur, hefur þýtt úr ensku, grísku og þýsku; einnig úr íslensku á
ensku.
Steinunn Sigurðardóttir (Æ, við vorum svo góð og ástrík
uppjínning bls. 22), fædd 1950, rithöfundur, hefur þýtt úr ensku og þýsku.
Vilborg Dagbjartsdóttir (Ljóð bls. 78), fædd 1930, rithöfundur og
kennari, liefur þýtt úr ensku og Norðurlandamálum.
Þorsteinn Gylfason (Ómarqfstrengleikumbls. 74), fæddur 1942,
prófessor í heimspeki, hefur þýtt úr ensku, grísku, Norðurlandamálum,
rómönskum málum og þýsku.
112
TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994