Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 19

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 19
AðþýSa undirtyllur á Islandi, sem hafa fullt vald á frumtextanum, að gera athugasemdir við áreiðanleik vestur-íslenskra bókmennta. Hinsvegarhafahópar manna, sem Homi Bhabha kallar „umrenninga“ heimsins — „nýlendubúa, eftirlendubúa, farandfólk, minnihlutahópa — flökkukindur sem ekki láta hemjast innan heimilismarka þjóðlegrar menningar og einhljóma samræðu hennar“ (315), vakið athygli okkar á því að frumtextar gilda ekki lengur. Sjálf nákvæmnin er vafasöm í samhengi nýs umhverfis. Nefna má sæg annarra orsaka fyrir því hve enskar þýðingar á íslensku efni eru fágætar. Sumar þeirra eru tengdar stöðu þýðinga á enska tungu yfirleitt. Arið 1994 gaf Lawrence Venuti út bók sína The Translator’s Invisibility, sem virðist vera útfærsla á grein sem birtist í tímaritinu Textual Practice árið 1993 undir heitinu „Translation as cultural politics: regimes of domestication in English“. I bók sinni ræðir Venuti þýðingar á ensku og sýnir frammá hvernig hlutdrægni og hleypidómar hafa þróast. Hann er að fjalla um rfkjandi skynvillu gagnsæis sem afleiðingu liðugrar orðræðu. Það sem hann er að vísa til er sú staðreynd að liðugt og fljótandi framstreymi er orðið helsti þáttur enskra þýðinga. Gagnsæ orðræða merkir einfaldlega að þegar maður les þýðingu fái hann ekki séð að um þýðingu sé að ræða. Málfar þýðingarinnar er svo liðugt og svo gagnsætt að það ginnir mann til að halda að hann sé að lesa frumsaminn texta. Af þessum sökum verður þýðandinn ‘ósýnilegur’. Þessháttar málfar finnum við til dæmis í Penguin Classics. Það sem þvílíkur liðugleiki leiðir af sér er hinsvegar róttæk framkvæmda- áætlun um ílendingu [domestication] erlends efnis í enska tungu. Lesendur á ensku geta látið sem erlendi höfundurinn sé dulbúinn Anglóamríkani. Margvíslegir drættir upprunalegu menningarinnar hafa verið endur- skilgreindir af þýðandanum, þannig að þeir verði kunnuglegir á ensku. Að skilningi Venutis er hér einfaldlega um að ræða nýtt form imperíal- isma. Þetta er kallað linguicism. Venuti kveður linguicism eiga sér stað „annarsvegar vegna þess að hinn erlendi texti er móttækilegur fyrir margs- konar útleggingu, jafnvel þegar um einstök orð er að ræða; hinsvegar vegna þess að valkostir þýðandans svara til menningarástandsins og verða því á kostnað frumtextans“ (37). Með öðrum orðum lýsir Venuti þýðandanum svo, að hann sé „að greypa viðtekin innlend gildi á texta af annarri tungu“ og sé þá um leið að svipta hann sögulegu mikilvægi (38). Vegna þess að þannig hegðum við okkur á ensku, vegna þess að við leggjum svo mikið uppúr liðugleik og gagnsæi, þá getum við ekki skilað lesendum flóknum, bjöguðum, riðluðum, áður óheyrðum erlendum textum, einsog ljóðum Stephans, á ensku með neinni umtalsverðri nákvæmni. Verkið virðist óvinnandi þegar hafðar eru í huga hömlur tungu, menn- ingar, vana og gildismats. Samt er til ein lausn sem sýnist vera skynsamleg. á JÁSæy/diá — í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL m'n 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.