Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 28

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 28
Jón Bjarni Atlason C/3 Það eru helst tvær bækur sem koma upp í hugann þegar þýðingar Poestions á íslenskum bókmenntum eru hugleiddar. Fyrst ber að nefna Islandische Dichter der Neuzeit (Islensk nútímaskáld) sem kom út 1897. Þessi ríflega fimm hundruð blaðsíðna doðrantur er í senn bókmennta- og menningarsaga íslendinga frá siðaskiptum fram að þeim tíma er hann ritaði verkið. Þetta er fyrsta stóra bókmenntasagan sem fjallar um íslenskar bókmenntir eftir siðaskipti og þó þrekvirkið hafi hlotið óskipt lof þá skömmuðust sín sumir ritdómendur á Islandi vegna þess að þjóðin sjálf átti ekkert verk í líkingu við þetta. I því eru fjölmargar þýðingar eftir Poestion og aðra á ljóðum rúmlega 25 skálda. Einnig eru þar heimildir um skáld og bókmenntasögu okkar á 19. öld sem er hvergi annars staðar að finna. Steingrímur Thorsteinsson segir í ritdómi í Skírni árið 1905 að með þessu verki hafi Poestion bjargað mikilvægum atriðum frá gleymsku sem annars voru farin að fyrnast, og Sveinn Yngvi Egilsson bókmenntafræðingur hefur eftirfarandi að segja í bók sinni Arfur og umbylting (bls. 16): „Eitt helsta gildi ritsins nú er að höf- undurinn þekkti og stóð í bréfaskriftum við sum skáldin (t.d. Steingrím Thorsteinsson, Benedikt Gröndal og Grím Thomsen) og varpar það því nokkru ljósi á skoðanir þeirra og hugmyndir. Auk þess hefur bókin þann kost að höfundurinn var meðvitaður um að rómantísku skáldin á Islandi voru engir eintrjáningar heldur stóðu í nánum tengslum við evrópskar bók- menntir samtímans.“ I öðru lagi ber að nefna ljóðasafnið Eislandblúten sem út kom árið 1904 og hlaut firnagóðar viðtökur, meðal annars í Danmörku þar sem skáldið Holger Drachmann skrifaði mikinn lofdóm um Ijóðin og þýðingar þeirra. Fyrir utan merkilegan inngang hefur bókin að geyma einar hundrað og fimmtíu þýðingar á ljóðum tuttugu og sjö skálda frá 19. öld. Margar af þess- um þýðingum birtust einnig á víð og dreif í blöðum og tímaritum og hlutu þannig almennari útbreiðslu. En hvernig þýðandi skyldi Poestion hafa verið? Það er ekki öfundsvert hlut- skipti að þýða íslenskan 19. aldar kveðskap svo vel fari. Og víst er að margir eiga erfitt með að ímynda sér ástsælustu ljóð þjóðskáldanna í þýðingum. Ekki má þó gleyma því að íslenskar þýðingar á þýskum ljóðum áttu lengi vel miklu fylgi að fagna meðal íslensku þjóðarinnar, til að mynda þýðingar Jónasar Hallgrímssonar og Steingríms Thorsteinssonar á sumum ljóðum Heines. Það er harla ólíklegt að nokkrar þýðingar Poestions hafi haft sam- bærileg áhrif, þó vel hafi verið að verki staðið, enda um tvo ólíka heima að ræða hvað þetta varðar og erfitt að bera saman menningarlandslag á Islandi og í Vínarborg um aldamótin 1900. Hér verður ekki felldur neinn almenn- 26 á SBaydiá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.