Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 29

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 29
„Glöðskulum bœði við brott síðan halda brennandi ífaðmlögum lofivegu kalda... “ ur dómur um ljóðaþýðingar Poestions, enda mikið og vandasamt verk að kanna þær til hlítar, heldur litið örstutt á það sem samtíðarmenn hans á Islandi með góða eða nokkra þýskukunnáttu höfðu um þessi mál að segja. I greininni „Þýzkir fræðimenn er sinnt hafa íslenzkum efnum“ sem birtist í Almanaki Hins íslenzkaþjóðvinafélags árið 1929 telur Alexander Jóhannesson þýðingar Poestions almennt mjög vandaðar en segir jafnframt þegar talið berst að Eislandblúten að þýðingarnar séu „ekki allar jafn-vel gerðar, eins og ekki er við að búast, en hjá því verður ekki komizt að þýða ljóð á önnur mál, ef reyna á að gefa sýnishorn af bókmenntum einnar þjóðar.“ I ritdómi um sömu bók sem birtist í Eimreiðinni 1905 skrifar Matthías Jochumsson að þar sýni „höf. fyrst til fulls, hve ágætur þýðari hann er, þ.e. skáld og lista- maður.“ Steingrímur Thorsteinsson sem kunnur var fyrir vandvirkni sína og afbragðs þýskukunnáttu skrifar eftirfarandi í fyrrnefndum dómi í Skírni 1905: „Eru í þessari bók um 150 kvæða eða vísna þýðingar og er það eigi alllítið safn að vöxtunum, en um hitt er ekki minna vert, hversu vel er frá því gengið, valið yfirleitt gott og þýðingarnar svo, að engin er meðal þeirra sem sagt verður um að hafi mistekist, en margar svo snildarlegar að það er aðdáunarvert. Það er ekki lítill vandi, að þýða svo vel að manni finst sem maður sé að lesa kvæði frumort á þýzku að því er mál og kveðandi snertir, en finnur þó jafnframt í fúllum trúleik kjarna og fegurð íslenzku frumkvæðanna. Það er skáldskapargáfa fýrir sig að leysa þann vanda svo vel af hendi.“ I Eislandblúten eru engu skáldi gerð eins góð skil og Bjarna Thorarensen — samtals tuttugu og tvær þýðingar. Næst á eftir koma þeir Jónas Hallgrímsson og Steingrímur Thorsteinsson í um fjórtán þýðingum hvor. Af þessu ætti að vera ljóst að Poestion hefúr metið Bjarna mikils og það er því ekki úr vegi að skoða þýðingu hans á Sigrúnarljóðum, einu þekktasta kvæði Bjarna, og líta svolítið á það sem Poestion hafði um skáldið að segja. Sigrúnarljóð teljast til höfuðkvæða Bjarna Thorarensens og skipa mikilvægan sess í ljóðlist og bókmenntasögu Islendinga á 19. öld. I þessu hárómantíska ástarkvæði tekst Bjarni meðal annars á við forna bókmennta- arfleifð Islendinga. Kvæðið dregur nafn sitt af einni af aðalhetjum hetju- kvæða eddukvæða og er hún jafnframt ávörpuð í fyrstu ljóðlínunum og formið sækir fyrirmynd sína að hluta í dróttkvæðan hátt (þrjú ris, stuðlasetning og innrím). En Bjarni skrifar ljóðið einnig undir áhrifum sam- tíma síns. Einkunnarorð þess eru úr leikritinu Axel og Valborg eftir Adam Oehlenschláger, brautryðjanda danskrar rómantíkur. Eins og Sigrúnarljóð fjallar Axel og Valborg um upphafna (platónska) ást manns og konu sem DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.