Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 32

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 32
Jón Bjarni Atlason ekki endilega að koma á óvart að á stöku stað megi finna „lagfæringar“ á ljóðum, til dæmis með því að fella úr, bæta inn eða breyta lítillega. Hins vegar má leiða líkum að því að annað og meira geti legið að baki brottfalls lokaerindis Sigrúnarljóða og að þær „listrænu ástæður“ sem Poestion minnist á eigi rætur sínar að rekja til atriða í íslenskri bók- menntasögu. I greininni „Aldur Ferðaloka“ sem birtist í Kvœðafylgsni árið 1979 færir Hannes Pétursson rök fyrir því að þetta fræga ástarkvæði Jónasar Hallgrímssonar hafi verið einskonar andsvar skáldsins við Sigrúnarljóðum enda stingi Ferðalok í stúf við meginhugsun þeirra. Hannes Pétursson segir að lokaerindi Ferðaloka (Háa skilur hnetti / himingeimur...) sé „stefnt beint gegn síðustu vísu Sigrúnarljóða [...]“ (bls. 183). Hann tekur einnig fram að lokavísa Jónasar í Eg œtlaði mér aðyrkja (aðeins uppkast frá hendi skáldsins, hér í útgáfu Matthíasar Þórðarsonar, Kvœðafylgsni, bls. 176) sé augljóst gys skáldsins að lokum Sigrúnarljóða: „En hvernig heimskir náir, / með hjúp og moldarflet, / ‘unnast bezt eftir dauðann’, / eg aldrei skilið get. —“ Hannes telur að aðalástæðan fyrir þessu háði Jónasar hafi verið að „hann var andsnúinn afturgöngu-rómantík kvæðisins [...]“ (bls. 181—182). Þó ekki verði færðar beinar sönnur á það í þessari grein, er líklegt að þessi hugsun hafi einnig náð til annarra skálda eins og Steingríms Thorsteinssonar. Vel má vera að Poestion hafi ekki farið varhluta af henni enda átti hann í töluverðum bréfaskriftum við hann og aðra íslenska samtíðarmenn sína. Hann getur því hafa verið þeirrar skoðunar að það færi Sigrúnarljóðum einfaldlega ekki vel að láta heimska nái unnast eftir dauðann. Poestion var ekki einn um að sleppa þessu erindi úr Sigrúnarljóðum. í danska bókmenntatímaritinu Gæa árið 1845 birtist grein eftir Grím Thomsen um Bjarna Thorarensen og skáldskap hans. Með henni fylgdu einnig fjögur ljóð Bjarna í þýðingum Gríms. Um það segir í grein Hannesar um Ferðalok (bls. 177-178): „I Sigrúnarljóð vantar niðurlagserindið, enda taldi Grímur það síðari viðbót, hvað sem hann hafði fyrir sér í því; erindið stendur á sínum stað í þeirri uppskrift kvæðisins sem skáldið sendi Bjarna Þorsteinssyni á Stapa, að því er helzt virðist með bréfi 23. júlí 1820.“ Það liggja því ólíkar ástæður að baki brottfellingar erindisins hjá Poestion og Grími. Nokkuð líklegt er að Poestion hafi þekkt til greinarinnar sem birtist í Gæa og mögulega hefur það átt sinn þátt í því að hann sleppti erindinu þó að hann hafi þekkt útgáfu Einars H. Kvarans á kvæðum Bjarna, þar sem lokaerindið stendur á sínum stað. Hvað Grím varðar er þetta nokkuð athyglisvert í ljósi þess að hann orti sjálfur um framhaldslíf eftir dauðann í kvæðinu Ólund, sem Jónas Hallgrímsson gerði síðar grín að í Ólund 2 og Ólund 3 og 15 eru nú. En Hannes Pétursson hallast að því í grein sinni að háðinu sem kemur fram í Eg ætlaði mér að yrkja sé einnig beint gegn Grími því „nú sömu misserin sendir Grímur frá sér þýðingu Sigrúnarljóða, lofgjörðar um 30 á .fflayeóá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.