Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 35
„ Glöð skulum bœði við brott síðan halda brennandi í faðmlögum lofivegu kalda... “
Fyrri helmingurinn hjá Poestion er tærari og fylgir hrynjandi
frumtextans betur. Poestion byggir inn hindrun í annarri ljóðlínu (bist)
og fær þannig lesandann til að doka við á meðan þýðing Lehmann-Filhés
rennur slétt áfram. Sjá má hve mikilvægt það er fyrir hana að hrynjandin
haldist á því að hún notar úrfellingarmerki í fjórðu línunni. í fjórða erindi
eru fjórar slíkar úrfellingar sem ekki eiga allar jafn vel við. Lýsingarorðið,
sem hún notar í fyrstu línunni, passar frekar illa og gegnir fyrst og fremst
því hlutverki að halda tvíliðunum öfugum. Poestion tekst þokkalega upp
að halda hljómfalli frumtextans og það ljær þessum hluta meiri dýpt en
hjá Lehmann-Filhés. Hann lætur seinni helminginn enda á eins atkvæðis
orðum. Það gefur línunum svolítið kuldalegan blæ og hæfir því efninu.
I síðustu línunni heldur hann líka litnum - þó á annan hátt - meðan
Lehmann-Filhés notar sögnina „erblichen“ eða að fölna, en litaandhverfúr
eru áberandi í frumtextanum.
Orðaval þýðinganna er nokkuð ólíkt og má segja að mál Lehmann-
Filhés sé svolítið upphafnara. Það sést ágætlega ef við skoðum fjórða er-
indið. „Heimsdvalar-dreyrinn" og „blá-sali eilífðar" þýðir hún með „Das
Blut des Erdenwallers“ og „Der ew’gen Welten Schimmer“. Þetta setur text-
ann á hærra plan auk þess sem hún sleppir bláa litnum sem myndar visst
andvægi við dreyrann hjá Bjarna. Hér er Poestion frumtextanum trúr og
lausn hans lítur betur út þótt „der blauen Ewigkeitshallen" hljómi ekki
eins ljóðrænt og „blá-salir eilífðar". I sfðustu ljóðlínu þessa erindis þýðir
Lehmann-Filhés „jarðblys" með „Erdenröt’“ sem minnir óhjákvæmilega á
Morgenröte (Eos, gyðja morgunroðans í grískri goðafræði) og gefur þýðing-
unni þannig aukamerkingu. Poestion breytir orðinu aftur á móti í „Lebens
Fackel“, sem á þó ekki illa við „jarðblys“. I sjöunda erindi þýðir hann „snjó-
kaldan barm“ með „schneekalter Busen“ sem er frumtextanum samkvæmt
og nær tóninum betur en „schneeig kalter Busen“ og er hér nokkuð ljóst
að Lehmann-Filhés velur að þóknast hrynjandinni. Einnig má segja að
Poestion takist betur upp með enjambement (framhald setningar eða setn-
ingarliðar á milli ljóðlína) sem standa svolítið á öndinni hjá Lehmann-
Filhés og virka óljóðrænni eins og í fyrri helmingi fimmta erindis: „Ob du
auch von mir fáhrst zu / Des Himmels Friedenssálen." Hér teygir Poestion
setningarliðina milli fleiri ljóðlína en það truflar þó ekki flæði textans og
kemur frekar vel út: „Mein reines Liebchen, lafl mich / darum allein nicht,
wenn du / vor mir nach des Himmels / Friedenssálen wanderst!" Svipaða
sögu er að segja um hluta fyrri helminga annars og þriðja erindis, en í sjötta
erindi tekst honum verr upp.
Sumir staðir í kvæði Bjarna eru illþýðanlegir og í raun allt kvæðið eigi
efni og form að fara alveg saman. Hér má nefna lok fyrsta erindis: „né
hjúpaða hvítbleika / þig höndum umspenna.“ Hvorki Poestion („und dich
á jjdæyriiá — í DAG heyra sönggyðjurnar til þín
33