Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 35

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 35
„ Glöð skulum bœði við brott síðan halda brennandi í faðmlögum lofivegu kalda... “ Fyrri helmingurinn hjá Poestion er tærari og fylgir hrynjandi frumtextans betur. Poestion byggir inn hindrun í annarri ljóðlínu (bist) og fær þannig lesandann til að doka við á meðan þýðing Lehmann-Filhés rennur slétt áfram. Sjá má hve mikilvægt það er fyrir hana að hrynjandin haldist á því að hún notar úrfellingarmerki í fjórðu línunni. í fjórða erindi eru fjórar slíkar úrfellingar sem ekki eiga allar jafn vel við. Lýsingarorðið, sem hún notar í fyrstu línunni, passar frekar illa og gegnir fyrst og fremst því hlutverki að halda tvíliðunum öfugum. Poestion tekst þokkalega upp að halda hljómfalli frumtextans og það ljær þessum hluta meiri dýpt en hjá Lehmann-Filhés. Hann lætur seinni helminginn enda á eins atkvæðis orðum. Það gefur línunum svolítið kuldalegan blæ og hæfir því efninu. I síðustu línunni heldur hann líka litnum - þó á annan hátt - meðan Lehmann-Filhés notar sögnina „erblichen“ eða að fölna, en litaandhverfúr eru áberandi í frumtextanum. Orðaval þýðinganna er nokkuð ólíkt og má segja að mál Lehmann- Filhés sé svolítið upphafnara. Það sést ágætlega ef við skoðum fjórða er- indið. „Heimsdvalar-dreyrinn" og „blá-sali eilífðar" þýðir hún með „Das Blut des Erdenwallers“ og „Der ew’gen Welten Schimmer“. Þetta setur text- ann á hærra plan auk þess sem hún sleppir bláa litnum sem myndar visst andvægi við dreyrann hjá Bjarna. Hér er Poestion frumtextanum trúr og lausn hans lítur betur út þótt „der blauen Ewigkeitshallen" hljómi ekki eins ljóðrænt og „blá-salir eilífðar". I sfðustu ljóðlínu þessa erindis þýðir Lehmann-Filhés „jarðblys" með „Erdenröt’“ sem minnir óhjákvæmilega á Morgenröte (Eos, gyðja morgunroðans í grískri goðafræði) og gefur þýðing- unni þannig aukamerkingu. Poestion breytir orðinu aftur á móti í „Lebens Fackel“, sem á þó ekki illa við „jarðblys“. I sjöunda erindi þýðir hann „snjó- kaldan barm“ með „schneekalter Busen“ sem er frumtextanum samkvæmt og nær tóninum betur en „schneeig kalter Busen“ og er hér nokkuð ljóst að Lehmann-Filhés velur að þóknast hrynjandinni. Einnig má segja að Poestion takist betur upp með enjambement (framhald setningar eða setn- ingarliðar á milli ljóðlína) sem standa svolítið á öndinni hjá Lehmann- Filhés og virka óljóðrænni eins og í fyrri helmingi fimmta erindis: „Ob du auch von mir fáhrst zu / Des Himmels Friedenssálen." Hér teygir Poestion setningarliðina milli fleiri ljóðlína en það truflar þó ekki flæði textans og kemur frekar vel út: „Mein reines Liebchen, lafl mich / darum allein nicht, wenn du / vor mir nach des Himmels / Friedenssálen wanderst!" Svipaða sögu er að segja um hluta fyrri helminga annars og þriðja erindis, en í sjötta erindi tekst honum verr upp. Sumir staðir í kvæði Bjarna eru illþýðanlegir og í raun allt kvæðið eigi efni og form að fara alveg saman. Hér má nefna lok fyrsta erindis: „né hjúpaða hvítbleika / þig höndum umspenna.“ Hvorki Poestion („und dich á jjdæyriiá — í DAG heyra sönggyðjurnar til þín 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.