Jón á Bægisá - 01.12.2006, Blaðsíða 46
Frnnz Gíslason
Mér tókst ekki að finna frumgerð kvæðisins Trost (Huggun) en ég hef
sterkan grun um að að orðinu „dies“ í annarri línu sé ofaukið. En þessi
frásögn væri í sjálfu sér ekki ýkja merkileg ef hún ætti sér ekki svolítið
framhald.
Með kosningaósigri Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi í sept-
ember 1998 lauk 16 ára setu Helmuts Kohl á kanslarastóli. Fljótlega eftir
kosningar kom upp sá kvittur að hann hefði veitt viðtöku stórum íjár-
fúlgum í kosningasjóð bak við tjöldin. Kohl þrætti fýrir en þegar meira var
þjarmað að honum, jafnvel í eigin flokki, neyddist hann til að játa á sig sök
en harðneitaði að gefa upp hverjir reiddu fram féð.
Um það leyti sem þessi pólitíska orrahríð var að skella á - í nóvember
Í999 — snæddu Helmut og kona hans kvöldverð með íslensku forsætisráð-
herrahjónunum á heimili íslenska sendiherrans í Berlín. Hart var sótt að
Kohl á næstu mánuðum og þótti ýmsum fylgjendum hans, utan lands sem
innan, að gamla „kempan“ væri sárt leikin en ekki ætla ég að rekja frekar
gang þess máls hér.
I kringum næstu áramót, líklega skömmu eftir þau, hringdi síminn
heima hjá mér og kliðmjúk kvenmannsrödd spurði hvort ég væri Franz
Gíslason. Eg gekkst við því að sá væri maðurinn. „Já, þetta er hjá forsætis-
ráðherra," sagði sú rómblíða, „hefurðu tíma til að tala stuttlega við hann?“
Ég sagðist halda það og heyrði jafnskjótt rödd Davíðs í símanum. Erindi
hans var að biðja mig að þýða bréf á þýsku. Eg hló nú við og sagði sem
svo að hann hlyti að hafa nógan mannskap í kringum sig sem gæti þýtt
sendibréf á þýsku. „Já,“ sagði hann, „en í bréfinu er vísa... og ég hef heyrt
að...“
Er ekki að orðlengja það að ég sagði honum að senda mér bréfið, ég
skyldi skoða það. Það kom um hæl í tölvupósti, eflaust sent af ritaranum
kliðmjúka, því ég hef fyrir satt að Davíð noti ekki þessa tækni sjálfur.
Og viti menn! I bréfinu birtist vísan góða „eftir“ Hannes Hafstein sem
Hannes Hólmsteinn vitnaði til hér að ofan: „Takt'ekki níðróginn nærri
þér“ o.s.frv. Ekki var getið höfundar, í bréfinu stóð aðeins: „Islenskt skáld
orti til manns sem lenti í slíkum hremmingum vísu, sem hljóðar svo...“
Davíð hefur sem sagt verið jafn ókunnugt og mér um uppruna vísunnar
því varla hefði hann beðið mig að þýða vísu á þýsku hefði hann vitað að
hún var upphaflega ort á því máli. Og með tilliti til náins kunningsskapar
hans við Hannes Hólmstein er nærtækast að álykta að sá síðarnefndi hafi
ekki gert uppgötvun sína fyrr en þetta var um garð gengið - Líndœla kom
út 2001 eins og áður sagði.
Hvað sem því líður þýddi ég vísuna og hljóðaði hún svona þegar hún
var komin hringinn:
44
á .ydrep/rjá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006