Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 50

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Side 50
Franz Gíslason illa að; eiginkona rithöfundarins var nýstokkin að heiman og hann og tveir ungir synir hans, tíu og ellefu ára gamlir á að giska, voru í miklu uppnámi. Varð mér það helst til ráðs að kenna strákunum að spila Olsen- Ólsen og þeir urðu svo spenntir að þeir fengust ekki til að hætta fyrr en þeir örmögnuðust af þreytu klukkan langt gengin fjögur um nóttina! Daginn eftir lá leiðin til Kölnar að heimsækja Wolfgang Schiffer - og þar með hófust þau samstarfs- og vináttutengsl okkar í millum sem staðið hafa óslitið í nær aldarfjórðung. Wolfgang segir í fyrrnefndum inngangi að áætlunin um ritið hafi orðið til í sporvagni í Köln. Það er rétt svo langt sem það nær. Þegar hann bar upp hugmynd sína við mig tók ég henni fjarri í fyrstu - taldi fráleitt að ég væri sá bógur sem þyrfti til að velja og taka saman úrval — einskonar sýnisbók — úr íslenskum bókmenntum eftir seinni heimsstyrjöld. Um þetta þráttuðum við nokkra stund en að lokum komumst við að málamiðlun; ég lofaði, þegar heim kæmi, að bera þessa hugmynd undir Sigurð A. Magnússon - sem ég vissi að fengist hafði við að gera „antólógíur“ af þessu tagi á ensku - og fá hann til samstarfs við okkur ef af yrði. Þessi málamiðlun var handsöluð í einum af sporvögnum Kölnarborgar. Skemmst er frá því að segja að er heim kom hitti ég fyrir eldhugann Sigurð A. Magnússon sem ekki óx það verkefni í augum sem mér hafði virst svo torvelt og vandasamt. Hann reyndist heldur enginn nýgræðingur á því sviði að kynna útlendingum íslenskan skáldskap, hafði þegar staðið að og gefið út ýmis kynningarrit á ensku en einnig á þýsku (Land aus dem Meer, 1980). Sigurður gerir sjálfur grein fyrir þessu mikla starfi á öðrum stað í þessu hefti. Af sjálfu leiddi að verkaskipting okkar við die horen- heftið varð sú að Sigurður valdi höfunda og texta — auk þess að skrifa viðamiklar greinar um íslenskar eftirstríðsbókmenntir og fleira — en ég sá um að þýða og útvega þýðendur. Á þessum árum (um miðjan níunda áratuginn) var fremur fátt um þýðendur sem réðu við það verkefni að þýða bókmenntatexta úr íslensku á þýsku. Það var þó mesta furða hvað mér tókst að hafa uppi á mörgum - sumum góðum, öðrum lakari. Marga þýsku textana þurfti að laga verulega til og slípa og lenti sú vinna öll á Wolfgang. En allt gekk upp að lokum og síðsumars 1986 kom heftið út. íslandsheftið af die horen varð - eins og Þjóðverjar myndu segja - ein Volltreffer: smellhitti í mark. Islands „bylgjan“ var að rísa í Þýskalandi. Skyndilega var kviknaður mikill áhugi meðal Þjóðverja á Islandi og nánast öllu sem íslenskt er, ekki síst skáldskap og listum. Eflaust mætti skrifa lang- ar og lærðar ritgerðir um hvað það var sem olli þessari bylgju en ég held að meginskýringin sé tiltölulega einföld: það höfðu orðið kynslóðaskipti og báðar þjóðirnar voru að vakna af einskonar dvala; Þjóðverjar að rísa úr formyrkvun fasismans sem legið hafði yfir öllu eins og mara og ekki síst 48 ffrsi á Æœffjá, - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.