Jón á Bægisá - 01.12.2006, Page 63
Fleira fer á milli mála en orðin ein
Ronsard hafði einnig mikil áhrif á þýska skáldið og bragfræðinginn
Martin Opitz sem á fyrri hluta sautjándu aldar stýrði þýskum bókmennt-
um í áttina að frönskum fyrirmyndum. Ráð hans til upprennandi skálda í
Buch von der Deutschen Poeterey var einmitt að þýða svo þau næðu tökum
á bragnum:
Eine guete art der vbung aber ist / das
wir vns zuweilen auE den Griechischen
vnd Lateinischen Poeten etwas zue
vbersetzen vornemen: dadurch denn die
eigenschafft vnd glantz der woerter / die
menge der figuren / vnd das vermoegen
auch dergleichen zue erfinden zue wege
gebracht wird (68).
A átjándu öld gerðist síðan eitthvað sem breytti þessum aðferðum og
markar í raun afturhvarf til aðferða Hórasar og var Þýskaland í fararbroddi
í þessum efnum. Eftir langt tímabil þýðinga þar sem þýðendur og skáld
eins og Svisslendingarnir Bodmer og Breitingar höfðu gert tilraunir í
þýðingum og eftirritun og mikið deilt við hinn helsta fulltrúa franskmótaðr-
ar nýldassíkur, Gottsched, kom fram mikið skáld með mikinn frumtexta.10
Friedrich Klopstock skóp að vísu ekki sína eigin veröld eins og Gerhard
Kaiser sagði Goethe hafa gert fyrstan manna, því yrkisefnið í Messíasi t.d.
er ekki með öllu ókunnugt og leiða má getum að því hvort fyrirmyndin
hafi ekki verið Milton.11 En þessum lærlingi Grikkjanna,12 eins og hann
nefndi sig sjálfur, tókst að þýða sínar eigin útgáfur af grískum háttum inn
í þýska tungu, með því kannski að sveigja reglur háttarins og hljóðlögmála
þýskunnar hvorar að öðrum. Aðferðir hans voru algjörlega í anda Hórasar
og víst er að fagurfræði hans sem og bragfræði og kveðskapur voru sterk-
lega mörkuð af þjóðernislegum viðhorfum. Um það má finna mörg dæmi
í kvæðum hans og ritgerðum, en eitt atriði sýnir þetta kannski betur en
annað.
Eftir að hin umdeildu Ossíanskvæði James Macphersons komu út
Góð æfing er í því að við þýðum
annað veifið grísk og latnesk
skáld, þannig að við náum að
nálgast eiginleika og fegurð
orðanna, fjölda líkinganna og
þann hæfileika að finna upp á
sama hátt og þau (þýðing mín).
10 Þessu lýsir Walter Franzel ítarlega í Geschichte des Ubersetzens im 18. Jahrhundert (25-57) •
!1 Kaiser orðar það svo í Klopstock. Religion und Dichtung. [I]n Klopstock‘s Lyrik wird
eine vorgegebene Welt widerspiegelt. Erst die Lyrik seit Goethe erschafft Welt“ [í ljóðlist
Klopstocks endurspeglast heimur sem er gefinn. Það er ekki fyrr en með Goethe að ljóðlistin
skapar heim] (287). Kaiser talar hér að vísu sérstaklega um „Lyrik“ og á þá kannski ekki við
hin epísku kvæði Klopstocks. En þótt svo sé er uppröðunin athyglisverð.
12 Klopstock kvaðst vera „lærlingur" Grikkja í fyrsta „óði“ sínum, „Der Lehrling der
Griechen".
d JSœýHóá - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
6l