Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 88

Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 88
SigurðurA. Magnússon (Verdun), þannig að saman þýddum við ljóð eftir sex skáld: Stefán Hörð Grímsson (Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu), Jón Óskar (Leitir), Jónas Svafár (Geislavirk tungl), Matthías Johannessen (Svört læða), Hannes Pétursson (Kóperníkus) og mig (Svik). Isabella samdi stuttan inngang um þróun íslenskrar samtímaljóðlistar og gerði grein fyrir hverju skáldi. Meðal efnis í þessu ijda og síðasta bindi af New World Writing voru sögur eftir Bóris Pasternak, Gregory Allen, Charles G. Bell, Robert Granat, André Loos, Stratís Mýrívílis, Ednu Robinson og Felix Pita Rodríguez, ný þýðing á Canto II úr Purgatorio Dantes eftir John Ciardi, ljóð eftir Robert Bly og níu skáld frá Ghana ásamt ritgerðum eftir Erskine Caldwell, C.W. Griffin, Henri Michaux, Geoffrey Wagner og Reed Whittemore. Kynningin var takmörkuð við níu skáld og gaf þannig mjög ófullnægj- andi hugmynd um íslenska ljóðlist á liðinni öld, en hún var eiaðsíður vís- bending um það sem var á dagskrá. Ljóðin voru ákaflega sundurleit bæði að efni og formi, leiddu í ljós ólíka efnisþætti og efnistök. Umfram allt var hér um að ræða árangursríka viðleitni við að rjúfa þann alþjóðlega þagnar- múr sem umlukið hafði hérlenda ljóðagerð. Dauði Baldurs og önnur ljóð Ári síðar var ég kominn til Grikklands í boði ríkisstjórnar Karamanlís og dvaldist þar eina níu mánuði áðuren haldið var til Indlands haustið 1960. Meðal margra mætra Grikkja kynntist ég skáldinu Gíorgos S. Patríarkeas sem var flóttamaður og hafði komið til Aþenu eftir óeirðirnar í Miklagarði 1957. Hann var tengiliður minn við forsætisráðuneytið og þekktur fyrir merkileg og nokkuð torskilin ljóð í býsönskum stíl. Annað skáld, Nikos Gatsos, sló fram þeirri hugmynd að fá þýdd eftir mig ljóð á grísku, og Patríarkeas bauðst til að rétta mér hjálparhönd. Á því var sá hængur að hann kunni hvorki íslensku né ensku, heldur einungis frönsku sem ég gat tæplega stautað mig frammúr. Urðum við því að hafa þann háttinn á, að ég þýddi ljóðin orðrétt á grísku, sem ég hafði orðið sæmilegt vald á, og hann færði þau í ljóðrænan búning. Eg hafði haft með mér nokkur fullsamin ljóð að heiman, en samdi ljóðið um dauða Baldurs í Aþenu. Arangurinn af margra vikna erfiði og yfirlegu birtist í júnímánuði þegar ljóðabókin Þanatos tou Balder kai alla poiemata (Dauði Baldurs og önnur ljóð) kom á markað í Aþenu. Hafði ég samið við litla prentsmiðju um að prenta 200 eintök fyrir 100 dollara, sem var hluti ágóða af sýningu sem ég hafði efnt til á eftirprentunum Helgafells af málverkum íslenskra meistara. Prentverk- ið var að því leyti frumstætt að textinn var allur handsettur, staf fyrir staf, og var afarseinlegt verk, en hann reyndist villulaus. 86 á .W3r<ep/'Sá - Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.