Jón á Bægisá - 01.12.2006, Qupperneq 94
Sigurður A. Magnússon
hafði forfallast á síðustu stund, en þeir Halldór Laxness, Hannes Péturs-
son og Ólafur Jóhann Sigurðsson ekki séð sér fært að þiggja boðið.
Islenskir bókaútgefendur höfðu sent 150 bækur til sýningarinnar. Þær
voru síðan færðar Nýja ríkisbókasafninu að gjöf. Ríkisbókavörður var dr.
Ekkehart Vesper sem á námsárum sínum hafði fengist við rannsóknir á
forníslenskum bókmenntum og árið 1950 samið doktorsritgerðina ‘Kristin
trú í Islendingasögum’.
I kvikmyndakynningunni voru sýndar myndirnar Lilja eftir Hrafn
Gunnlaugsson, Der Fischkonzert (Brekkukotsannáll) eftir Rolf Hádrich
og Land og synir eftir Agúst Guðmundsson ásamt heimildamyndunum
Lnsel der Dichter og Menschen ohne Biicher sind blind eftir Rolf Hádrich og
tilraunamyndinni Kaldalon eftir Dore O. (BRD 1971).
Ekki leikur á tveim tungum að fyrsta menningarkynning Islendinga í
Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöld vakti mikla eftirtekt í Berlín, þó enn
yrði vart megnrar andúðar á öllu ‘norrænu’. Eftir stríð var áhugi Þjóðverja
á norrænum bókmenntum lítill sem enginn, en hafði verið verulegur fyrir
stríð. Þetta átti sér rætur í hugmyndafræði nasista sem setja vildu norræn-
ar bókmenntir og þá einkanlega Islendingasögur og Eddukvæði í öndvegi
og nota samhengislaust það sem þjónað gat undir hugmyndir þeirra. Is-
land gekk undir nafninu ‘hetjueyjan’ og kappar sögualdar voru taldir
fyrirmyndir hinna arísku vígamanna. Þetta hafði í för með sér eftir stríð,
að allt sem kom frá Norðurlöndum vakti efasemdir og tortryggni, enda
áttu norrænar bókmenntir hreint ekki uppá pallborðið hjá þýskum útgef-
endum. Á þessu var þó sú undantekning, að þegar Halldór Laxness var
sæmdur Nóbelsverðlaunum 1955 var mikil eftirspurn eftir verkum hans í
Þýskalandi, en sá áhugi fjaraði furðufljótt út, og mátti engu muna að verk
hans hyrfu með öllu af vestur-þýskum bókamarkaði, ef Hádrich hefði ekki
kvikmyndað Brekkukotsannál og þannig endurvakið áhuga ótalinna Þjóð-
verja á verkum meistarans.
Þegar forsagan er höfð í huga, var kynningin í Berlín hreint ekki ómerk-
ur mílusteinn í menningarsamskiptum Þjóðverja og íslendinga, enda liðu
ekki nema örfá ár þartil farið var að gefa út íslensk verk á þýsku svo um
munaði. Um þá merkilegu útrás þallar Franz Gíslason á öðrum stað í þessu
hefti.
Margfeldi
Einsog fram kom hér að framan, hafa textar tilhneigingu til að slíta af
sér böndin og fara á flakk. Segja má að það hafi einkum átt við um The
Postwar Poetry oflceland. Þýðendur í ýmsum löndum höfðu þá bók gjarna
92
á — Tímarit þýðenda nr. 10 / 2006