Jón á Bægisá - 01.12.2006, Síða 107
TófraUknirinn Francisco Martin
manns. Mennirnir náðu honum aftur og í þetta skiptið, til að ekki endur-
tækju sig slík drottinsvik, var hann sendur Indíaráðinu í Sevilla á Spáni.
Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að hann komst aftur til Amer-
íku en indíánakonu sína og börn sá hann aldrei framar. Hann settist að
í ríkinu Nýja Granada og þar kvaddi indíáninn Paco, töfralæknirinn og
fjölskyldufaðirinn í landi Pemenóa þetta líf sem Francisco Martín, fyrrum
hermaður, klæddur frá hvirfli til ilja, útlendingur í landi hvítra manna.
Spánverjar á þessum tíma áttu erfitt með að skilja ást Martíns á
indíánum. Skrásetjarar settu gjarnan fram undarlegar skýringar á slíkum
afbrigðilegheitum, að hætti þeirra tíma manna, en aðrir kusu að líta fram
hjá slíku, líkt og Juan de Castellanos23 sem gerði Martín að aumkunarverðri
spænskri hetju, fórnarlambi „villimanna“.
Aðrir leituðu frumlegri skýringa en þeirra að djöfullinn hefði blásið hon-
um þessu í brjóst, en þær lutu að kókablöðum. Martín var átalinn fyrir að
vera háður eiturefnunum sem eru í blöðum plöntunnar, þ.e. klóralhýdrati
kókaínsins, en hann líkt og aðrir indíanar notaði alkalíösku, „eins konar
kalk“, sem hann bar í graskeri og stakk upp í sig ásamt tuggunni; þetta
var það sem inkarnir kölluðu acullicu. „Það var ekki af gáleysi að hann
tuggði hayusinn," segir skrásetjarinn Aguado, „heldur af ávana ...“ En nú
á dögum er vitað að eiturmagnið í blöðunum er mjög takmarkað, og krefst
samfelldrar notkunar í mun fleiri ár til að menn ánetjist efninu. Fyrir bragð-
ið virðast rök Aguados harla veigalítil.
Auk þessara skýringa dregur skrásetjarinn Aguado upp mynd af Martín
sem hvað hrottafengnustum af öllum þeim Spánverjum sem lögðu manna-
kjöt sér til munns. Segir hann að áður en mennirnir yfirgáfu Martín í frum-
skóginum, meðan vopnabræður hans voru að brytja indíánann niður til
að borða, hafi þeir skorið getnaðarfæri mannsins af „líkt og væru þau alls
ómerkur hlutur“. Tók Martín þau upp af jörðinni og „át hrá rétt eins og þau
komu af líkamanum, án þess að setja þau yfir eldinn, en slíkt var vissulega
ekki mannlegt athæfi heldur hins dýrslegasta villimanns og óargadýrs“.
Aguado skráði reyndar sögu sína mörgum árum eftir að atburðirnir
gerðust og hefur trúlega ekki haft annað fyrir sér en sögusagnir um bölvun
þá sem hvíldi yfir þessum manni sem gerðist indíáni.
Kristín Guðrún Jónsdóttir íslenskaði
23 Juan de Castellanos, Elegía de varones ilustres de Indias, Bogotá, 1955.
Jfióst á - í DAG HEYRA SÖNGGYÐJURNAR TIL ÞÍN
105