Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 15

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 15
Þýðingar Kristmanns Guðmundssonar og]óns Thoroddsens á Lady Chatterley’s Lover Þýðingu Kristmanns á Elskhuga lafði Chatterley fylgir formáli sem útlistar nálgun hans við viðfangsefnið. Þar segir hann að sumir kaflar bók- arinnar, einkum þeir er þalla um samfarir karls og konu, séu ritaðir af snilld og hún sé sérstæð að því leyti að höfundur sé óvenjulega opinskár án þess að fara með klám. Líkt og Lawrence vildi Kristmann lyfta þeirri bannhelgi, sem hafði verið yfir þessu umfjöllunarefni, og þótti hann ansi djarfur á sínum tíma eins og Lawrence. Enda leggur hann ríka áherslu á þá hlið bókarinnar, og segir Astráður Eysteinsson reyndar um formálann, að Kristmann sé einkar „einstrengislegur í túlkun sinni“ (15). Sú er og raunin; í þýðingu sinni ákveður Kristmann að fella ýmislegt úr og sleppir eins og hann orðar það „nokkrum heimspekilegum hugleiðingum skáldsins ásamt ýmsu smávegis sem tefur og lengir frásögnina að óþörfu og kemur ekki beinlínis efninu við“ (Kristmann, 5). Af orðum hans má skilja að nokkrar blaðsíður, lýsingar og ómerkilegir útúrdúrar hafi verið felldir út, en þegar betur er að gáð má sjá að hann hefur sleppt tugum síðna, og nálgast þær reyndar hundraðið. Það mikilvægasta, þegar rýnt er í þýðingu hans, er því kannski ekki endilega það sem hann skrifar heldur það sem hann ákveður að skrifa ekki, sleppa úr. Því fer þó fjarri að allt það sem hann sleppir úr sé frásögninni óviðkomandi eða til trafala. Því þar á meðal eru þemu sem skýra ástarsöguna, eru drifkraftur frásögunnar og nauðsynleg allri fram- vindu hennar. Þetta eru kaflar sem hvað mest er nú vitnað í og þykja hvað bestu skrif D.H. Lawrence. Lífssýn Lawrence eða heimspekilegar hugleið- ingar hafa þurft að víkja að mestu. Frumhyggja eða „prímitivismi“ er ekki lengur eitt þema verksins, kapítalismi eða efnishyggja ekki heldur, „sósíal- ismi“ er horfinn sem og bolsévíkar, og þannig mætti lengi telja. Verkið er ekki lengur ádeila á samfélagið og stjórnmál gegna nánast engu hlutverki í því, og þar af leiðandi kemst hugsjón Lawrence engan veginn til skila. Kjötið hefur svo sannarlega verið skafið af beinunum. Ein helsta málpípa Lawrence, sem útlistar hugmyndir hans úr A Propos to Lady Chatterleys Lover, sem kom út árið 1930 og útskýrði helstu hug- myndir höfundarins og verks hans, er að mestu leyti horfin. Að Kristmann skuli ákveða að sleppa málpípu Lawrence í þýðingunni er hálf þversagnar- kennt, því hann er sá sem nefnir og útskýrir það þema sem Kristmann segir vera aðalatriði bókarinnar, það er að segja líkamlega hlið ástarsambands og það tabú sem hefur legið yfir því umfjöllunarefni, eða eins og Kristmann segir í formálanum: „Hér á norðurhveli að minnsta kosti hefur lengi hvílt ógeðslegt draugarökkur yfir öllum þeim málum sem snerta á einhvern hátt kynferðishvötina. Hula þessi hefur skapað og skapar sífellt alls konar óholl- ustu og er þrándur í götu þúsunda í gæfuleit þeirra. Samt er hún varin af herskörum góðra borgara með fádæma dugnaði, ósérplægni og skörungs- skap. Vei þeim sem reynir að rjúfa hana.“ (7). á Æœyeisá — Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.