Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 16

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 16
Berglind Guðmundsdóttir Það er einnig þversagnarkennt að Kristmann styttir hverja einustu ástarsenu í bókinni, og þær eru ófáar. I formálanum getur hann þess að hann hafi þýtt bókina eftir Parísarútgáfunni. Með hliðsjón af yfirlýsing- um Kristmanns í formálanum um opinskáa umræðu um kynferðismál og styttingu ástarsenanna mætti ætla að sú útgáfa, sem hann notar, sé á einhvern hátt ritskoðuð. Sú er þó ekki raunin. Upprunalega útgáfan, ítalska útgáfan Orioli, kom einungis út í þúsund eintökum árið 1928, og var því mikið um „sjóræningjaútgáfur" í umferð um allan heim. Eins og nærri má geta var Lawrence mjög óhress með það og ákvað því að gefa verkið út í ódýrri kilju sem kom út í París árið 1929 og er þekkt sem téð Parísarútgáfa. Hafði hann yfirumsjón með verkinu, og þegar honum var bent á að kannski ætti hann sjálfur að ritskoða bókina til að tryggja frek- ari dreifingu, harðneitaði hann og sagði að bókinni myndi „blæða“ (Fried- land, xxii). Því er ekki um ritskoðaða útgáfu að ræða sem Kristmann fær í hendurnar, heldur sér hann alfarið um ritskoðunina sjálfur. Kristmann sleppir reyndar engum ástarsenum, en styttir þær yfirleitt um helming eða svo, sérstaklega þó þegar umíjöllunin snýr að líkama konu. Þegar rætt er um fullnægingar karlmanna fá þær sinn sess í þýðing- unni, en minna fer fyrir umræðum um fullnægingar kvenna þótt þær séu frekar til umfjöllunar hjá D.H. Lawrence. Ein frægasta senan úr bókinni er þegar aðalkvenhetjan, Connie, stendur nakin og horfir á líkama sinn í spegli og lýsir honum. Lýsingar á líkama aðalkvenhetjunnar eru þýddar þangað til kemur að brjóstum hennar og lendum, en þá hættir þýðingin og þeim kafla er sleppt eins og hann leggur sig: ■ Her breasts were rather small, and dropping pearshaped. But they were unripe, a little bitter, without meaning hanging there. And her belly had lost the fresh, round gleam it had had when she was young ... (72) Eins og sjá má er alls ekki um grófa lýsingu að ræða og því ekki ljóst hvers vegna hann sleppir aðeins þessum hluta kaflans. A öðrum stöðum þar sem hann talar um kynfæri konu kallar hann þau ávallt „blygð“ sem líkt og blygðun getur merkt kynfæri kvenna en einnig skömm, og er í raun veigr- unarorð sem gengur algerlega gegn því sem segir í formálanum. Og það sem hann kallaði samfarir í formálanum og Lawrence kallar einfaldlega „sex“ verður „munúð“ eða „holdslyst“ eða jafnvel að „þekkja launstafi Lofnar“ (18). I formála sínum gagnrýnir Kristmann „púritanismann“ sem viðgengst í samfélaginu, og býst maður því við að líkt og Lawrence vilji hann berjast fyr- ir því að umfjöllun um kynferðismál sé opinská. Eða eins og málpípa D.H. Lawrence segir: „Að geta sagt shit fyrir framan dömu, um það snýst málið.“ á .h&eepdiá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.