Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 24

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 24
Astráður Eysteinsson eru einnig komnar eftir krókaleið, til dæmis „Vögguþula" eftir listaskáldið spænska, Federico García Lorca.5 Magnús lék á marga strengi og skapaði margbrotinn og merkilegan heim með þýðingum ljóða úr ýmsum áttum, ljóða eftir Goethe, Hjalmar Gullberg, Oscar Wilde, Nordahl Grieg, Edgar Lee Masters, W.H. Auden og fleiri. „En í meðförum íjölhæfs þýðanda sem leitast við að finna marg- brotnu skapi sínu listræna tjáningu, þá verða þau samstæð og rödd hans niðar hljóð á bak við kór þrjúhundruð skálda“, segir Sölvi Björn Sigurðs- son, dóttursonur Magnúsar, í formála að ljóðaúrvali hans.6 Hér komum við reyndar enn að myndmáli um þýðingar; er ekki réttara að segja að þessi ljóð séu öll mælt fram með rödd þýðandans? Það er í hinum ýmsum radd- brigðum þýðandans sem við „heyrum“ í kór frumskáldanna. Ekki stóð til að fjalla í löngu máli um ljóðaþýðingar Magnúsar. Þær hafa fengið umtalsverða athygli og lofsyrði í tímans rás.7 Og hér verður ekki heldur tekið það rými sem vert væri til að fjalla um annað af helstu bókmenntastörfum Magnúsar — það er að segja ritstjórn — sem er raun- ar oft mjög vanmetið sköpunarstarf, rétt eins og þýðingar. Má þar sér- staklega nefna samvinnu hans og Tómasar Guðmundssonar við ritstjórn hins myndarlega tímarits Helgafells á fimmta áratugnum og svo umsjón Magnúsar með Ljóðum ungra skdlda 1944-54, en sn bók var afar mikilvæg á sínum tíma. En hér verður nú hugað að öðru. III „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru hver annarri líkar, en óhamingjusöm fjölskylda er jafnan ógæfusöm á sinn sérstaka hátt.“ Svo hljóða á íslensku ein frægustu upphafsorð í skáldsögu; málsgrein sem var löngu orðin heimsfræg þegar hún var þýdd á íslensku 1941. Svona hefst Anna Karenína eftir Leo Tolstoj. Eg er ekki rússneskumaður og skil ekki frumtextann - og íslenski þýðandinn raunar ekki heldur. Hann greinir skilmerkilega frá því fremst í bókinni að hann þýði tiltekna enska 5 Sbr. grein Jóns Halls Stefánssonar: „Hesturinn og vatnið. Um vögguþulur García Lorca og Magnúsar Asgeirssonar“, Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1993 (54. árg.), s. 41-49. 6 Sölvi Björn Sigurðsson: „Formáli“, í: Magnús Ásgeirsson: 100þýddkvœði ogfáein frumort, ritstj. Sölvi Björn Sigurðsson, Reykjavík: Mál og menning 2001, s. 5-15, hér s. 8. 7 Sú umræða hefur leitt til þess að Magnús fær sérstaka umfjöllun sem þýðandi (að vísu mjög stutta) í þeim hluta hinnar nýju bókmenntasögu Máls og menningar sem fjallar um tuttugustu öldina - en þar er annars ekki fjallað um þýðingar að heitið geti. íslensk bókmenntasaga IV, Reykjavík: Mál og menning 2006, s. 154-156. Höfundur kaflans er Silja Aðalsteinsdóttir. 22 fá/t d .fBœy/'já - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.