Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 24
Astráður Eysteinsson
eru einnig komnar eftir krókaleið, til dæmis „Vögguþula" eftir listaskáldið
spænska, Federico García Lorca.5
Magnús lék á marga strengi og skapaði margbrotinn og merkilegan
heim með þýðingum ljóða úr ýmsum áttum, ljóða eftir Goethe, Hjalmar
Gullberg, Oscar Wilde, Nordahl Grieg, Edgar Lee Masters, W.H. Auden
og fleiri. „En í meðförum íjölhæfs þýðanda sem leitast við að finna marg-
brotnu skapi sínu listræna tjáningu, þá verða þau samstæð og rödd hans
niðar hljóð á bak við kór þrjúhundruð skálda“, segir Sölvi Björn Sigurðs-
son, dóttursonur Magnúsar, í formála að ljóðaúrvali hans.6 Hér komum
við reyndar enn að myndmáli um þýðingar; er ekki réttara að segja að þessi
ljóð séu öll mælt fram með rödd þýðandans? Það er í hinum ýmsum radd-
brigðum þýðandans sem við „heyrum“ í kór frumskáldanna.
Ekki stóð til að fjalla í löngu máli um ljóðaþýðingar Magnúsar. Þær
hafa fengið umtalsverða athygli og lofsyrði í tímans rás.7 Og hér verður
ekki heldur tekið það rými sem vert væri til að fjalla um annað af helstu
bókmenntastörfum Magnúsar — það er að segja ritstjórn — sem er raun-
ar oft mjög vanmetið sköpunarstarf, rétt eins og þýðingar. Má þar sér-
staklega nefna samvinnu hans og Tómasar Guðmundssonar við ritstjórn
hins myndarlega tímarits Helgafells á fimmta áratugnum og svo umsjón
Magnúsar með Ljóðum ungra skdlda 1944-54, en sn bók var afar mikilvæg
á sínum tíma. En hér verður nú hugað að öðru.
III
„Allar hamingjusamar fjölskyldur eru hver annarri líkar, en óhamingjusöm
fjölskylda er jafnan ógæfusöm á sinn sérstaka hátt.“
Svo hljóða á íslensku ein frægustu upphafsorð í skáldsögu; málsgrein
sem var löngu orðin heimsfræg þegar hún var þýdd á íslensku 1941. Svona
hefst Anna Karenína eftir Leo Tolstoj. Eg er ekki rússneskumaður og skil
ekki frumtextann - og íslenski þýðandinn raunar ekki heldur. Hann
greinir skilmerkilega frá því fremst í bókinni að hann þýði tiltekna enska
5 Sbr. grein Jóns Halls Stefánssonar: „Hesturinn og vatnið. Um vögguþulur García Lorca
og Magnúsar Asgeirssonar“, Tímarit Máls og menningar, 2. hefti 1993 (54. árg.), s. 41-49.
6 Sölvi Björn Sigurðsson: „Formáli“, í: Magnús Ásgeirsson: 100þýddkvœði ogfáein frumort,
ritstj. Sölvi Björn Sigurðsson, Reykjavík: Mál og menning 2001, s. 5-15, hér s. 8.
7 Sú umræða hefur leitt til þess að Magnús fær sérstaka umfjöllun sem þýðandi (að vísu
mjög stutta) í þeim hluta hinnar nýju bókmenntasögu Máls og menningar sem fjallar
um tuttugustu öldina - en þar er annars ekki fjallað um þýðingar að heitið geti. íslensk
bókmenntasaga IV, Reykjavík: Mál og menning 2006, s. 154-156. Höfundur kaflans er Silja
Aðalsteinsdóttir.
22
fá/t d .fBœy/'já - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008