Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 36

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 36
Ástráður Eysteinsson að skrifa „bjóst að heiman“ í stað „lagði hann upp“, breytt orðaröðinni í „þar sem um þetta leyti árs var ekki annað kvikt á ferli“, sett „mörg pör“ af skóm í stað „tvenna eða þrenna“, og bætt við setningunni „sem hafast þar við allan veturinn“. Þetta væru ekki ýkja miklar breytingar og væri manni sagt að um þýðingu væri að ræða, rúmast þessar breytingar einnig innan þeirra tilfærslna sem eðlilegar mega teljast í þýðingarferli. En reyndar er hér um að ræða upphaf Aðventu í þýðingum tveggja manna. Textinn til vinstri er þýðing Magnúsar Asgeirssonar frá 193930 en hægri textinn er endurritun Gunnars Gunnarssonar sem birtist fyrst 1976.31 Frumtextinn er á þessa leið: Naar en Hojtid nærmer sig, da bereder Menneskene sig til den, hver paa sin Vis. Der er mange Maader. Ogsaa Benedikt havde sin. Den bestod i, at han ved Julefastens Begyndelse, ja hvis Vejret tillod det helst paa selve Adventssondag begav sig hjemmefra, rigeligt udstyret med Nistemad, Skiftestromper og flere Par nysyede Lædersko og med et Primusapparat i Rygsækken, en Dunk Petroleum og en lille Flaske Sprit, for at gaa ind mellem Bjergene, hvor paa denneTid af Aaret ellers kun Vinterens haard- fore Rovfúgle, Ræve og enkelte vildfarne Faar strejfede.32 Þegar frumtextinn er borinn saman við þýðingarnar sést að orðalagið „harð- fengir ránfuglar, sem hafast þar við allan veturinn,“ hjá Magnúsi kemur í stað „Vinterens haardfore Rovfugle“, en Gunnar sleppir þessari vísun til vetrarins í endurritun sinni. Eins hefur Gunnar ákveðið að tilgreina „tvenna eða þrenna“ skó í stað „flere Par“, en spyrja má hvort ekki sé óeðlilegt að slík óvissa ríki um skófjöldann fyrst þeir eru svo fáir. Hvað með þau miklu lík- indi sem eru með þýðingunum? Þau skýrast að hluta með orðalagi er búast má við í þýðingu, eins og þegar „hvis Vejret tillod“ er þýtt „ef veður leyfði“. En gildir það um orð og orðalag eins og „hátíð fer í hönd“, „ríflegt nesti“, „malur“, „sokkaplögg“ og „glas“ af vínanda („en lille Flaske Sprit“)? Athygli vekur að orðalagið „ekki annað kvikt á ferli“, sem hjá Magnúsi kemur í stað „ellers kun ... strejfede“, hefur einnig ratað inn í þýðingu Gunnars. En ekki dugar að líta eingöngu á upphafskafla þýðinganna. Gerum að 30 Gunnar Gunnarsson: Aðventa, þýðandi Magnús Ásgeirsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Heimskringlu 1939, s. 9. Hér eftir verður vísar til þessarar þýðingar með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls. 31 Aðventa, í: Gunnar Gunnarsson: Fimm fraktiisögtir, Reykjavík: Almenna bókafélagið 1976, s. 7-56, hér s. 9. Hér eftir verður vísar til þessarar þýðingar með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls. 32 Gunnar Gunnarsson: Advent, Kobenhavn: Gyldendalske Boghandel - Nordisk Forlag 1937, s. 5. Hér eftir verður vísar til þessa verks með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls. 34 Ó, . jOr/yáiá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.