Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 38
Astráður Eysteinsson
„Það er hlutverk mannsins, ef til vill hið einasta, að finna ráð í óráði“ (52),
en í frumtextanum er þetta svo: „Det er Menneskets Opgave, maaske den
eneste, at finde paa Raad“ (76). Með viðbótum sínum: „ráfandi", „gagn-
gert“ og „óráð“, er Gunnar vafalaust að hnykkja á skilningi sínum á stöðu
mannsins gagnvart „jörðinni“, en einmitt slíkar viðbætur opinbera þó að
mínu mati að Gunnar er í stöðu túlkanda andspænis frumtexta sínum. Og
(ævi)söguleg íjarlægð hans frá frumtextanum skerpir þessa stöðu endurrit-
arans sem túlkanda. Hér gefst ekki tóm til að ræða þessa túlkunarstöðu
sem vert væri, en hún skýrir þó ekki notkun hans á orðinu „úthverf“, sem
ég held að spilli hreinlega þeirri mynd sem hér er dregin upp. Hvernig
lokar úthverf jörð sér fyrir manninum?
Sjálfsþýðandinn getur sem fyrr segir leyft sér að bæta við eða sleppa
orðum. Athyglisverð afleiðing af því er að þegar einhverju er sleppt getur
verið óljóst hvort það hefur gerst af misgáningi eða meðvitað, til dæmis
þegar lýst er dögun og svo sagt til staðfestingar: „Og saa var det Dag“ (58).
Þessu sleppir Gunnar í endurritun sinni (sbr. 41). Næst á undan stendur
þetta: „Stjernene blegnede mod Morgen. Ogsaa Bjergene blev matte i Kont-
urerne, viskedes ud i det vage Gry“ (58). Þegar prósinn gerist svo ljóðrænn
er hinn reyndi ljóðaþýðandi í sterkri stöðu. Magnús þýðir: „Stjörnurn-
ar bliknuðu undir morguninn. Og brúnir fjallanna slæfðust líka, máðust
út í morgunskímunni. Og síðan rann dagur“ (67). Gunnar: „Stjörnurnar
bliknuðu er birti af degi og að sama skapi brúnir fjallanna slævðust, máð-
ust í morgunskímunni“ (41). Gunnar notar að mestu sömu orð og Magnús
en orðaröð og málsgreinabygging er önnur og fremur óliðug, svo ekki sé
meira sagt.
Magnús er almennt nákvæmur í þýðingu sinni, en þess vegna tekur
rýnandi sérstaklega eftir frávikum. Þegar Benedikt og félagar ganga til
móts við fjöllin segir að allt sé hvítt af snjó, „kun de lave Kratere, som
stak op af det hist og her, tegnede Tragternes storre og mindre sorte Ringe
som et varslende Monster i Sneodet. Men et Varsel om hvad? Lod det sig
udgranske?“ (9). Sögumaður líkir eldgígunum við varúðarmerki og hér er
greinilega verið að slá ákveðinn tón fyrir söguna sem á eftir fylgir. Þýðing
Magnúsar er á þessa leið: „það voru aðeins lágu eldgígarnir, sem hér og þar
gægðust upp úr því [snjólaginu], sem ristu með börmunum svarta hringi,
stóra og smáa, eins og táknmyndir í snjóauðnina. En tákn um hvað? Var
hægt að komast til botns í því?“ (14). Orðaval Magnúsar („táknmyndir“
og ,,tákn“) Ijær textanum nokkuð almennari skírskotun en þá sem fyrir er,
meðal annars skírskotun til stöðu lesandans sem rata þarf um táknheim
verksins rétt eins og Benedikt um snjóhlíðar fjallanna og eigin hugarfjalls.
Hér er þýðing Gunnars: „það voru aðeins lágu eldgígarnir sem gægðust upp
úr því hér og þar sem drógu af stakri snilld fáeina svarta hringi misstóra,
3<S
'fo// á Jffiagý’Aiá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008