Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 39
Magnús Asgeirsson ogASventa
einskonar táknmyndir í takmarkalausri snjóauðninni. Væri um dulspá
að ræða — hvað boðaði hún?“ (n). Hér er sem víðar svolítið erfitt að átta
sig á ákvörðunum Gunnars. Hvers vegna að tilgreina við endurritun að
hringirnir séu „fáeinir' og dregnir af „stakri snilld“? Gunnar virðist þiggja
„táknmyndina“ frá Magnúsi en setur svo inn „dulspá“ þar sem Magnús
hefur „tákn“. Rétt er að minna á það frelsi sjálfsþýðandans sem þegar hefur
verið rætt en það skýtur þýðingu hans samt ekki undan samanburði við
frumtexta sem fyrir liggur.
A hinn bóginn er ekki hægt að áfellast Gunnar fyrir að leita annarra
leiða en Magnús. Eftir því sem þýðingarnar eru betur lesnar saman kemur
þó reyndar æ skýrar í ljós að Gunnar hefur iðulega látið undir höfuð legg-
jast að finna eigin leiðir í glímunni við danska frumtextann. Tilgreind
verða ljögur dæmi um þetta (auk þeirra sem þegar hafa komið fram).
Snemma í sögunni hugleiðir Benedikt hvernig sumir báru ekki kennsl
á Guðsson þegar þeir sáu hann: „At deres Ojne var saa taagede, deres Hjer-
tes Spejl saa dugget“ (13). Hjá Magnúsi verður þetta svo: „Að augu þeirra
voru svo glýjuð og spegill hjartna þeirra svo döggvaður" (18), og hjá Gunn-
ari: „að augu þeirra skyldu vera svo glýjuð, spegill hjartna þeirra svo döggv-
aður“ (14). Hér er orðafar í eldri þýðingunni með svo sérstökum hætti að
manni bregður við að sjá það endurtekið í hinni.
Dönsk lýsing Gunnars á því er íslenskur vetur gengur í garð er í senn
hnitmiðuð og táknræn: „Vinteren, en uformelig Skabning, men spillev-
ende, levende indtil Vildskap og Raseri, er vendt tilbage og man kan hore
at den foler sig hjemme" (30). Magnús: „Veturinn, óskapnaður að vísu, en
bráðlifandi, fylltur slíku lífsíjöri, að það nálgast ærsl og æði, er kominn
aftur, og það er auðheyrt, að hérna kann hann við sig“ (37).33 Hjá Gunnari
verður þetta svona: „Veturinn, óskapnaður að vísu en bráðlifandi, trylltur
af fjöri svo að við jaðrar ærsl og æði er kominn heim til sín aftur og ekki
um að villast að hérna kann hann við sig“ (24). Mér finnst kostur, í Ijósi
frumtextans, að Gunnar skuli koma að orðinu „heim“ en hann kýs samt að
halda einnig í orðalag Magnúsar, „að hérna kann hann við sig“, og eins og
glöggt má sjá er þýðingin á málsgreininni að mestu fengin frá Magnúsi.
Þá verður hér tilfært dæmi í lengra máli og þýðingatextar þeirra Gunn-
ars og Magnúsar látnir standa hlið við hlið án hliðsjónar af frumtexta. Hér
er Benedikt kominn í hann krappan:
33 I frumútgáfu þýðingarinnar stendur að vísu „er bráðlifandi" en það hlýtur að vera
misritun, enda var því breytt í „en bráðlifandi“ í síðari útgáfum þessarar þýðingar (sjá t.d.:
ASventa, í: Gunnar Gunnarsson: Skáldverk XIV-XVI, Reykjavík: Almenna bókafélagið/
Helgafell 1963, s. 22).
á .ýSseýráá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
37