Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 40
Ástráður Eysteinsson
Benedikt var viss um að hann hefði
haldið stefnunni nokkurnveginn
og ætti nú skammt ófarið að grýt-
unni sinni. Nú ætlaði hann bara að
vona að storminn lægði með kveld-
inu, úr því að hann hafði skollið á
í dögun. Og að það birti dálítið til.
Því að hvernig átti hann annars að
finna holuna sína? En stormurinn
var ekki á því að vægja til. Hann
tók yfirleitt ekki mark á Benedikt
né óskum hans og kenndum. Það
virtist harla ólíklegt, að honum
entist andlengd til að öskra heil-
an dag í lotu af þvílíkum krafti
svona snemma vetrar, en hon-
um gerði það. Þessi nóra af birtu,
sem mjallarþyrlarnir mólu á milli
sín, varð þynnri og þynnri, ntólst
niður í ekki neitt, mólst í ntyrkur
með daufa tunglsglætu einhvers-
staðar á bak við sig, mjallarmyrkur,
rjúkandi myrkur. Og hamfarirnar
héldu áfram, gnýr og stunur, eins
og jötnar væru í fangbrögðum,
barátta ósýnilegra afla, endalaus
og í öllum áttum, æðisgengin og
öskrandi nótt. (Magnús, 69-70)
Benedikt þóttist viss um að hafa
haldið stefnunni svona hérumbil
og eiga skammt eftir ófarið að
grýtunni sinni. Nú var hann bara
að vona að storminn lægði með
kvöldinu. úr því hann hafði skollið
á 1' dögun og að það þá rofaði of-
urlítið til. Hvernig ætti hann ann-
ars að finna holuna sína? En storm-
urinn var ekki á því að vægja. tók
yfirleitt ekki mark á Benedikt, ósk-
um hans né kenndum. Mesta furða
að honum skyldi endast andlengd
til að öskra heilan dag í lotu af slík-
um krafti svona snemma vetrar, en
sú varð raunin á. Birtunóran sem
miallarþvrlarnir mólu á milli sín
fölnaði æ meir, mólst í mvrkur með
daufa tunglsglætu einhvers staðar
að baki, miallarmvrkur. rjúkandi
rofalausa aldimmu. Hamförunum
linnti ekki, gnýr og stunur sem
væru jötnar að fangbrögðum
glumdu við: barátta ósýnilegra reg-
inafla, endalaus og af öllum áttum
— æðisgengin. öskrandi fimbulnótt.
(Gunnar, 42-43)
Ég hef strikað undir þau orð og það samfellda orðalag sem ætla verður
Gunnar hafi sótt til Magnúsar og getur ekki talist tilfallandi hliðstæða eða
líkindi í þýðingu. Nú ætti vinnuaðferð Gunnars við endurritun Aðventu
að hafa skýrst nokkuð. Rétt eins og hann gerði þegar hann endurritaði
Fjallkirkjuna, þá hefur hann greinilega bæði frumtextann og eldri þýð-
ingu fyrir framan sig (og hugsanlega orðabók Blöndals; ég hef ekki reynt
að rekja slóð þangað). En í þetta sinn forðast hann ekki eldri þýðinguna
eins og heitan eldinn, svo vísað sé til umsagnar Þrastar Helgasonar um
endurritun Fjallkirkjunnar, öðru nær, hann innlimar hana hiklaust í eigin
endurritun þegar honum svo sýnist, sækir fjölmörg orð þangað og gerir
heilar og hálfar setningar fyrri þýðanda að sínum. Jafnvel orð og fram-
setningu sem teljast verður með sérstökum brag, eins og að „endast and-
38
á — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008