Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 40

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 40
Ástráður Eysteinsson Benedikt var viss um að hann hefði haldið stefnunni nokkurnveginn og ætti nú skammt ófarið að grýt- unni sinni. Nú ætlaði hann bara að vona að storminn lægði með kveld- inu, úr því að hann hafði skollið á í dögun. Og að það birti dálítið til. Því að hvernig átti hann annars að finna holuna sína? En stormurinn var ekki á því að vægja til. Hann tók yfirleitt ekki mark á Benedikt né óskum hans og kenndum. Það virtist harla ólíklegt, að honum entist andlengd til að öskra heil- an dag í lotu af þvílíkum krafti svona snemma vetrar, en hon- um gerði það. Þessi nóra af birtu, sem mjallarþyrlarnir mólu á milli sín, varð þynnri og þynnri, ntólst niður í ekki neitt, mólst í ntyrkur með daufa tunglsglætu einhvers- staðar á bak við sig, mjallarmyrkur, rjúkandi myrkur. Og hamfarirnar héldu áfram, gnýr og stunur, eins og jötnar væru í fangbrögðum, barátta ósýnilegra afla, endalaus og í öllum áttum, æðisgengin og öskrandi nótt. (Magnús, 69-70) Benedikt þóttist viss um að hafa haldið stefnunni svona hérumbil og eiga skammt eftir ófarið að grýtunni sinni. Nú var hann bara að vona að storminn lægði með kvöldinu. úr því hann hafði skollið á 1' dögun og að það þá rofaði of- urlítið til. Hvernig ætti hann ann- ars að finna holuna sína? En storm- urinn var ekki á því að vægja. tók yfirleitt ekki mark á Benedikt, ósk- um hans né kenndum. Mesta furða að honum skyldi endast andlengd til að öskra heilan dag í lotu af slík- um krafti svona snemma vetrar, en sú varð raunin á. Birtunóran sem miallarþvrlarnir mólu á milli sín fölnaði æ meir, mólst í mvrkur með daufa tunglsglætu einhvers staðar að baki, miallarmvrkur. rjúkandi rofalausa aldimmu. Hamförunum linnti ekki, gnýr og stunur sem væru jötnar að fangbrögðum glumdu við: barátta ósýnilegra reg- inafla, endalaus og af öllum áttum — æðisgengin. öskrandi fimbulnótt. (Gunnar, 42-43) Ég hef strikað undir þau orð og það samfellda orðalag sem ætla verður Gunnar hafi sótt til Magnúsar og getur ekki talist tilfallandi hliðstæða eða líkindi í þýðingu. Nú ætti vinnuaðferð Gunnars við endurritun Aðventu að hafa skýrst nokkuð. Rétt eins og hann gerði þegar hann endurritaði Fjallkirkjuna, þá hefur hann greinilega bæði frumtextann og eldri þýð- ingu fyrir framan sig (og hugsanlega orðabók Blöndals; ég hef ekki reynt að rekja slóð þangað). En í þetta sinn forðast hann ekki eldri þýðinguna eins og heitan eldinn, svo vísað sé til umsagnar Þrastar Helgasonar um endurritun Fjallkirkjunnar, öðru nær, hann innlimar hana hiklaust í eigin endurritun þegar honum svo sýnist, sækir fjölmörg orð þangað og gerir heilar og hálfar setningar fyrri þýðanda að sínum. Jafnvel orð og fram- setningu sem teljast verður með sérstökum brag, eins og að „endast and- 38 á — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.