Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 78

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Side 78
Kendra Willson Frægasta málsvörn fyrir ljóðstöfum er eftir Jón Helgason (1944). Eins og Kristján Arnason bendir á, var þetta erindi lesið „yfir íslenskum stúd- entum í Kaupmannahöfn á útmánuðum 1944, í hernuminni Danmörku á lýðveldisári“ og þjóðernishyggja því skiljanleg (2003:105). Jón bendir á breytingar í íslenskri ljóðlist. Kristján Arnason gerir grín að „íhaldssemi" Jóns sem harmar afkringingu y og „hneykslast t.d. á þeirri ósvinnu að hafa kv-framburð“ (Kristján Arnason 2003:104). Jón Helgason (1944) leggur áherslu á það að ljóðstafirnir gera íslensk- una sérstaka meðal tungumála nútímans þar sem hin germönsku málin hafa glatað stuðluninni, rétt eins og beygingakerfið hefur hrunið hjá ná- grannaþjóðum. Þetta er enn eitt dæmið um það hvernig íslenskan hefur varðveitt hinn sameiginlega germanska arf betur en systurtungurnar. Jón heldur því fram að þótt útlendingur gæti líklegast tamið sér íslensku stuðlasetningarreglurnar (hann hefur kannski haft Schweitzer 1887 í huga) myndi viðkomandi samt aldrei heyra stuðlana á sama hátt og innfæddur. „Hvernig færi ef útlendur maður tæki sér fyrir hendur að rannsaka stuðlasetninguna í íslenskum Ijóðmælum? Hann gæti sett fram reglur sem eflaust væru réttar og óyggjandi, en hitt væri miklu hæpnara hvort hon- um tækist að heyra stuðlana, að gera þá samgróna vitund sinni á sama hátt og sá sem alinn er upp með þá lifandi fyrir eyrunum“ (Jón Helgason 1944:222). Brageyrað er því hluti af íslenskri málkunnáttu og menningu og bundið við innfædda. I eigin (stuðluðum) ljóðum minnist Jón á aga ljóðstafanna sem tákn- rænt ígildi íslensks hugsunarháttar og tengsla við fornöld. I ljóðinu „I Árnasafni" segir ljóðmælandinn „hróðugur kveð ég þá stef mín í stuðl- anna skorðum - /stofninn er gamall þó laufið sé annað en forðum“ (Jón Helgason 1986:12). I ljóðinu „Ég kom þar“ segir frá einangrunarkennd ljóð- mælandans sem fer á ljóðlestrarkvöld, líklegast í Danmörku, en er einn um að mæla „á tungu sem kennd er til frostéls og fanna, / af fáum skilin, lítils metin af öllum“og einkum einn um ljóðstafina (Jón Helgason 1986:16): I salkynnum þessum var engin sál nema ein sem agaði mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein né efldist að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar drápu (Jón Helgason 1986:17). Síðan Jón skrifaði „Að yrkja“i944 hefur „ljóðbylting“ eða alla vega „brag- breyting“ átt sér stað í íslenskri ljóðagerð með atómskáldunum og tilkomu fríljóða (Eysteinn Þorvaldsson 1980:14). Ljóðstafirnir virðast samt ekki hafa glatað þýðingu sinni íyrir þjóðina. Að sögn Carletons (1967:152) hafa íslensku atómskáldin átt miklu erfiðara með að sleppa ljóðstöfum en enda- 76 á . jSasydiá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.