Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 80
Kendra Willson
I ritdómi um bók Ringlers líkir Robert Cook (prófessor emeritus í
ensku við Háskóla Islands) þessum markmiðum Ringlers við kosningarlof-
orð Ronalds heitins Reagans, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna: ,,i) auka
hernaðarútgjöld, 2) lækka skatta, 3) jafna fjárlagahallann“ (Cook 2004:
240).
Cook finnst megináhersla Ringlers vera á bragarháttinn, sem hlýtur að
samsvara hernaðarútgjöldum í þessari líkingu. Cook kemst að þeirri nið-
urstöðu „að kannski hafi Nabokov haft rétt fyrir sér þegar allt kemur til
alls, að einungis orðrétt þýðing geri ljóðlistinni rétt til“ (Cook 2004:255).
Hann gerir lítið úr tilraun Ringlers til að endurgefa hljóðform ljóðanna:
„Ringler er staðráðinn í að ljá hverju ljóði nákvæmlega sama bragarhátt
á ensku og það hefur á íslensku. Astæða hans hlýtur að vera sú að mörg
ljóða Jónasar voru samin við hefðbundin sönglög eða að tónskáld gerðu
síðar sönglög við þau ... (Spyrja má hvort margir lesendur bókarinnar séu
líklegir til að syngja þýðingar Ringlers við íslensk lög.)“ (Cook 2004: 242).
Ringler hafði reyndar getið þessa möguleika áður í grein (1998:44).
Cook segir blátt áfram að tilraun Ringlers til að láta þýðingarnar stuðla
samkvæmt íslenskri venju sé dæmd til að misheppnast af því að stuðlun sé
tilgerðaleg í ensku: „Hægt væri að vefengja þýðingarstefnu Ringlers með
þeim rökum að form sem hæfir tilteknu tungumáli hafi allt önnur áhrif á
annarri tungu. Stuðlun er til dæmis eðlilegur þáttur í íslensku ljóðmáli og
tranar sér þar tæplega fram en á ensku eru áhrif hennar oft þunglamaleg og
áberandi, vegna þess hversu fátíð hún er“ (Cook 2004: 243).
Islendingar sem ég hef rætt þetta við segja að það sé akkúrat öfugt: að
enskumælandi lesendur „heyri ekki“ stuðlana (sbr. Jón Helgason 1944:222).
Mín reynsla hefur einnig verið sú að Norður-Ameríkanar sem eru ekki
menntaðir í íslensku eða fornensku taka yfirleitt ekki eftir stuðluninni í
þessum þýðingum.
Cook álítur tilraun Ringlers að miðla reynslu sinni af lestri þessara
kvæða óskiljanlega, en bragsnilld Jónasar er hluti afþví. Með því að hafna
gildi stuðlunar hafnar gagnrýnandinn þætti í uppbyggingu ljóðanna sem
skiptir þýðanda máli — og eflaust skáldið líka.
Annar gagnrýnandi, Frederic Amory, kvartar yfir „aporia“ (ógöngu)
gagnvart þýðingum Ringlers (2004: 91). Hann segir að mikil skáldskap-
argáfa Ringlers komi í veg fyrir að hann gegni aðalskyldu þýðandans,
þ.e.a..s. að varðveita merkingu frumtextans:
,,[T]he translator’s poetic skills, which are quite considerable, tend to
introduce discrepancies of sense into Jónas’s originals, and this dissonance
between skillful translation and Icelandic poetic meaning makes it puz-
zling to know how to judge Ringler’s performance. (90) [...] This situation
affords the kind of aporia we frequently encounter in the Bard oflceland
78
d .I/daydjá - Tímari t um þýðingar nr. 12 / 2008