Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 81
Jónas og hlébarðinn - Ljóðstafir og viðtökur Ijóðapýðinga
- elegant poetic deviation from the sense of the original, but equally thor-
ough knowledge of the language of the poem. The contrariety that ex-
ists between these two considerations make for very difficult reviewing.
It seems to me, however, that the first duty of a translator is to preserve
somehow the sense of the original, and not slip away in excellent versifying
of his own, however delightful to readers“ (Amory 2004: 91).
Amory virðist ekki skilja af hverju Ringler, sem greinilega skilur bók-
staflega merkingu ljóðanna, býður lesendum annað en bókstaflega þýð-
ingu. Auðvitað er hér spurning um tilgang þýðingarinnar.
Amory og Cook eru báðir miðaldafræðingar, fílólógar. Sérfræðingar í
tilteknu tungumáli eru nákvæmlega ekki markhópur þýðinga úr því máli,
en eru oft fengnir til að skrifa ritdóma um slíkar þýðingar og mjög oft þýða
þeir líka sjálfir (Raffel 1971:31).
I eigin bókmenntaþýðingum leggja Amory og Cook báðir áherslu á
merkingarlega nákvæmni. Amory hefur birt alvörugefnar prósaþýðingar
á kvæðum Jóns Helgasonar (2000). Þótt hann fjalli í grein um þýðingu
ljóðstafanna fyrir Jón, virðist hann ekki tengja hana við verkefni þýðand-
ans (1998:225).
Cook hefur birt þýðingu á Njáls sögu (fyrst í The Complete Sagas of
Icelanders 1997, síðan sem Njal’s saga 2001) þar sem hann reyndi, skv. því
sem hann segir í grein 2002 um að þýða Islendingasögur, að nálgast verk-
efnið með vísindalegum hætti, sýna þann aga að þýða alltaf sama orð með
sama orði og standast þá „temptation" eða „tendency“ að laga þýðingu að
enskum prósastíl (Cook 2002: 115, 116, 122, 129). Cook kallar eigin þýð-
ingastefnu „fundamentalist“ og viðurkennir að „these remarks have been
a bit on the preachy side“ (Cook 2002:132, 144). Á ýmsum stöðum játar
Cook minni háttar syndir: „I therefore regret that in the above passage I
had Gunnarr ‘fling’ Þorbrandr off the roof rather than straightforwardly
‘throw’ him“; “I must confess, however, to neglecting this principle in at
least one instance“ (Cook 2002:117,120). Játningarlíkingin nýtur sín í loka-
orðum greinarinnar: „It has been embarrassing, however, to discover in the
course of this writing a number of instances where I failed to live up to my
own teachings — and many more remain unconfessed. Like the Bible-belt
preacher caught in sin, I can only plead ‘Do as I say, not as I do!’“ (Cook
2002:145).
Þrátt fyrir þessa „bókstafstrúuðu“ þýðingastefnu viðurkennir Cook í
upphafi greinarinnar að samanburður hans á íjórum þýðingum á Njáls
sögu er „not meant to be invidious. Each of the four translations is reliable
and accurate, and each translator has been true to his own program“ (Cook
2002:113). Cook gerir sér einnig grein fyrir því að ,,[l]ike all translators, I
am a product of my time“ (Cook 2002:113). Þegar hann fer að dæma þýð-
á Jffiœý'ösá - Að geta sagt „shit“ fyrir framan dömu
79