Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 83
Jónas og hlébarðinn — Ljóðstafir og viðtökur Ijóðaþýðinga
vegna (2007^. Hann heldur því hins vegar fram á sama stað að markaður
fyrir þýðingar án skýringa sé enginn, enda séu ljóðin óskiljanleg ef lesandi
þekkir ekki staðhætti og aðrar skírskotanir til íslenskrar menningar.
Aðspurður um markhóp segir hann (s.st.): „Það eru fleiri upplýsingar í
þessari bók heldur en nokkur manneskja þarf á að halda. Eg reyndi að hafa
sem flestar upplýsingar - það er enginn samræmdur markhópur.“ Ringler
viðurkennir að áhugi fyrir slíkum kveðskap í Norður-Ameríku sé svo sem
enginn og að hann hafi gert þetta fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, Jónas og
Fjölnismenn (Silja Aðalsteinsdóttir 2007:5,17).
I deilu um þýðingar Sigurðar A. Magnússonar á fríljóðum tók Ringler
að sér hlutverk málamiðlara á milli tveggja gagnrýnenda sem tjáðu gjör-
ólíkar skoðanir á bókinni (Tartt 1986, Hughes 1986, Ringler 1986). Ringler
bendir m.a. á það að „Successful translators must be people of many tal-
ents. Sometimes, indeed, what they require more than anything else is a
thick skin“ (Ringer 1986: 341).
Þótt hann viðurkenni að hann hafi verið særður þegar hann las ritdóm
Cooks, virðist hann hafa nógu þykka húð til að vera málamiðlari í deilum
um eigin þýðingar: áhersla á bókstaflega merkingu og á „formið og hljóm-
inn“, „eru tvær fjarskalega ólíkar skoðanir og þær eiga báðar rétt á sér [...]
Það er meiri von á líflegum umræðum ef hugmyndafræðilegir andstæð-
ingar skrifa um bækur!“ (Silja Aðalsteinsdóttir 2007:14,16).
5. Eg bið að heilsa
Sem dæmi um þýðingar Ringlers verður skoðuð sonnettan „Eg bið að
heilsa“. Þýðing Ringlers verður borin saman við tvær eldri kanadískar þýð-
ingar á sama ljóði sem báðar birtust árið 1930 í úrvölum af íslenskum kveð-
skap handa almenningi gefnum út í tilefni af Alþingishátíðinni.
Báðar þýðingar halda sonnettuformi frumtextans en engin þýðing-
anna þriggja hefur nákvæmlega sama rímmynstur og frumtextinn. Jo-
hnson gerir enga tilraun til að stuðla, en Kirkconnell hefur mikla en mjög
óreglulega (ekki kerfisbundna) stuðlun.
Fyrst verður fjallað stuttlega um nokkur formleg einkenni íslenska
ljóðsins, sbr. einnig Helga Hálfdanarson (i993:i3-i4)-3
3 Braggreiningin hægra megin við texta ljóðanna er ekki vísindaleg heldur gróf og einfbld
tilraun til að sýna dreifingu áherslu- og áherslulausra atkvæða og þá staði þar sem setningaskil
verða í miðri línu. I sumum tilvikum (einkum í ensku textunum) er hægt að hafa áherslu
á mismunandi stöðum og þá er valinn einn möguleiki sem mér finnst samsvara tiltölulega
eðlilegum framburði, með þeim fýrirvara að þetta er að hluta til einstaklingsbundið
smekksatriði.
á, .jO/vy/'-ir/ - AÐ GETA SAGT „SH!t“ FYRIR FRAMAN DÖMU
8l