Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 90

Jón á Bægisá - 01.11.2008, Page 90
Kendra Willson um stöðum eru aukahljóðstafir: t.d. „sand and surf' (4), „waves and winds“ (5). Hvorttveggja er hægt af því að stuðlun er ekki jafn „málfræðivædd“ í ensku og í íslensku, þ.e.a.s. það stingur ekki í stúf við smekk lesenda ef hún er á „vitlausum“ stað. Ringler „afsakar“ eða útskýrir þetta bessaleyfi í stuðlasetningu með ýmsum rökum: Since the goal of the present translations is to reproduce the general effect of alliteration in Jónass originals but to do this (to the degree possible) without crossing the contemporary English reader’s threshold of resistance to alliteration, it seemed advisable to ignore rules that tend to collocate and concentrate alliterants. Most English readers, who are unused to structural alliteration anyway, are hardly going to notice — or care -whether or not the Icelandic rules are being observed. It goes without saying that attempting to follow them would vastly complicate a translator’s task, introducing a whole new set of prosodic constraints. (Ringler 2002:441). Ringler segir einnig að hann hafi smám saman þróað brageyrað og komist upp á lag með að yrkja með stuðlum og geta tekið tillit til fleiri íslenskra reglna (2007^). Hins vegar álítur hann ekki einu sinni æskilegt að breyta öllum þýðingum sínum, þannig að þær yrðu rétt stuðlaðar skv. íslensk- um reglum, enda óljóst hvaða tilgangi slík þraut myndi þjóna. Varla yrðu þær þar með betri skáldskapur á ensku. Einu lesendur sem þær myndu falla betur í smekk væru líklegast Islendingar. Maður hefði kannski haldið að Islendingar væru ekki markhópur fyrir þýðingar úr íslensku, en staða enskunnar í íslensku samfélagi er slík að ég tel ekki ólíklegt, að jafnmargir Islendingar hafi gluggað í bók Ringlers og Bandaríkjamenn. Erlendur þýðandi eða skáld, sem tekur að sér að temja sér íslensku ljóðstafina, getur ekki einfaldlega yfirfært íslensku reglurnar á sitt móður- mál. Hann þarf að endurskapa þær eftir málkerfi markmálsins og eigin tilfinningu fyrir fagurfræði þess. Þar sem áhersla í ensku er ekki alltaf á fyrsta atkvæði þarf t.d. að taka afstöðu til þess, hvort hann skilgreinir stuðlun út frá fyrsta atkvæði orðs eða áhersluatkvæði. Báðar skilgrein- ingar eru við lýði. Sumir álíta skilgreininguna út frá áhersluatkvæði „fræðilegri”, en hin er e.t.v. alþýðlegri, sbr. kennslu í grunnskóla og notk- un stuðla í fyrirsögnum og auglýsingum. Þar sem kerfisbundin notkun stuðla er ekki þáttur í enskri bragvenju, er líklegast ómögulegt að skera úr um það hvor skilgreiningin sé rétt. Mín tilfinning er sú að skilgreiningin út frá fyrsta atkvæði sitji dýpra í máltilfinningu margra. Ringler velur áhersluatkvæðisskilgreininguna. Cook segir það draga úr því hvað stuðl- 88 fr/i á .ffiay/'iá - Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.