Jón á Bægisá - 01.11.2008, Síða 95
Jónas og hlébarðinn - Ljóðstafir og viðtöknr Ijóðaþýðinga
Með fimu spori, föstum mjúkum gangi
fetar hann krappa hringa, líkt og dans
er kraftar stíga, er stendur innst sem fangi
hinn sterki drungasvæfði vilji hans.
Það á sér stað, að augans fortjald stígur
eitt andartak. - Og mynd sem fyrir bar
í gegnum limu fjaðurstillta flýgur
að fylgsnum hjartans, - hverfur þar.
I Lesbók 14. sept. sl. birtist þýðing á hinu fræga ljóði R.M.RiIkes, Der
Panther. Þýðandinn var ekki allskostar ánægður með aðra þýðingu, sem
hafði birzt í Lesbók 24. ágúst og áður hafði þetta sama ljóð birzt í Lesbók
í þýðingu enn annars þýðanda. Hins vegar mun vera elzt þýðing Helga
Hálfdanarsonar, sem ekki hefur áður birzt í Lesbók, en birtist í kverinu
A hnotskógi, 1955, og síðar í safninu Erlend Ijóð frd liðnum tíma, 1982. Sú
þýðing birtist hér (Lesbók Mbl. 28.9.2007).
Þessi þýðing er líka vönduð, þótt setningaskipan sé fjær frumtextanum
heldur en í þýðingu Gauta (sbr. aftur fyrstu tvær línur: „Hann skrefar fyrir
innan ótal stengur, og augnaráðið löngu tómt og þreytt“ fyrir „Sein Blick
ist vom Voriibergehn der Stabe/ so múd geworden, daí? er nichts mehr
hált“. Orðaval er eðlilegra og stíllinn samræmdari heldur en í þýðingu
Sveinbjarnar. Helgi notar þagnir (oft táknaðar með — ) til að fá lesanda til
að nema staðar eitt andartak og hugsa en þetta brýtur upp „hrynjandi" text-
ans. Þótt ljóðstafimir séu á sínum stað troða þeir sér ekki fram jafn mikið
og í þýðingu Sveinbjarnar. I mörgum tilvikum eru orð sem taka stuðlun
áhersluminni heldur en önnur orð í grenndinni, t.d. „innan“ (1), „engin“
(3), „stiga“ (7), „á“ (9). Þetta er í samræmi við stefnu Helga að beita stuðlum
hófsamlega. „En hófsamleg verður stuðlunin þegar stuðlarnir eru látnir falla
á orð sem teljast veigalítillar merkingar og eru að sjálfsögðu flutt samkvæmt
því“ (Helgi Hálfdanarson 1989 apud Kristján Arnason 2003:105-106).
Þegar hér var komið sögu fannst Gauta sér misboðið og skrifaði bréf
til blaðsins (Gauti Kristmannsson 19963) sem birtist undir fyrirsögninni
„Hvers á Rilke að gjalda?“
Ágætu ritstjórar, segja má að efni ljóðsins Der Panther eftir Rainer Maria
Rilke, sem birst hefúr í tveimur þýðingum í Lesbók Morgunblaðsins með
stuttu millibili, sé orðið að myndhverfu dæmi um örlög skáldsins í búri
móðurmálsins, og þýðandans sem ekki getur gert meira en að virða fyrir
sér hina villtu fegurð fangelsaða í framandi landi. Undirritaður er ábyrgur
á Ææprtóá - Að GETA SAGT „SHIt“ FYRIR FRAMAN DÖMU
93