Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 96
Kendra Willson
fyrir fyrri þýðingunni sem birtist þann 24. ágúst sl. og þann 14. september
birti Lesbókin þýðingu á sama ljóði eftir Sveinbjörn Rafnsson sem sagði
að þýðingin fyrri hefði ekki fallið að sínum smekk. Það kom mér ekki á
óvart og eflaust ekki ykkur heldur, því að þið birtuð þýðingu mína ekki að
vanhugsuðu máli. Enda kemur í ljós að stærsti munurinn á þýðingunum
tveimur er einmitt sá sem Gísli Sigurðsson, ritstjóri Lesbókar, nefndi í
bréfaskiptum við mig, stuðlar og höfuðstafir. Þýðing mín var birt þrátt
fyrir það, þar sem ljóst var að stuðlunin hafði ekki „gleymst“ heldur hafði
verið meðvitað sneitt hjá henni.
Astæðurnar fyrir því að ég sleppti stuðluninni í ljóðinu var einfaldlega
sú að hana var ekki að finna í frumtextanum og mér hefur oft fundist að
þýðingar á útlendum ljóðum hafi goldið fyrir þessa íslensku „reglu“. [...]
Helgi Hálfdanarson hefur auðvitað sýnt með Shakespeare-þýðingum
sínum að jambar falla prýðisvel að íslensku máli, en til allrar hamingju lét
hann vera að troða inn í þær stuðlum og höfuðstöfum, enda er þá ekki að
finna í frumtextanum. Menn ættu líka að hafa í huga að í hinni klassísku
arfleifð Evrópu þykja stuðlar „ófínir", og urðu þeir að láta undan ríminu
rómverska sem mótað hefur ljóðagerð á germönskum málum eftir kristni-
töku og ekki síst Endurreisnina. Það er vitanlega engin ástæða til þess að
kasta stuðlun fyrir róða af þeim sökum, en evrópsk skáld vissu og vita vel
hvað stuðlun er, rétt eins og hver einasti textasmiður á auglýsingastofu veit
það, og láti þau stuðla eiga sig í texta sínum sé ég enga ástæðu til að bæta
þeim við (Gauti Kristmannsson 19963).
Hér sést að ritstjórar Lesbókar hafa fyrst haldið að stuðlunarleysi þýðing-
arinnar væru „mistök“ og að ritstjórn hefur fundist það erfið ákvörðun að
birta óstuðlað ljóð — þótt það hafi verið þýðing á óstuðluðu þýsku ljóði.
„Stafirnir“ sem halda pardusdýrinu föngnu verða líka ljóðstafir og íslenskar
bragvenjur sem halda þýðanda föstum.
Skáldið og þýðandinn Þorsteinn frá Hamri greip í ógætin orð í síðustu
málsgrein Gauta og skrifaði svarbréf („Til allrar hamingju“ 8. okt. 1996)
þar sem hann gefur í skyn að Gauti viti ekki hvað stuðlun sé, enda væru
þýðingar Helga „vendilega stuðlaðar, línu fyrir línu, og höfuðstafasetning
er þar algeng". Þorsteinn óskar að: „Gauti kjósi fremur, í alvöru talað, að
gera þá einföldu og sanngjörnu játningu, að í meðförum kunnáttumanna
þurfi þýðingar kannski ekki endilega að bíða hnekki, þótt unnar séu sam-
kvæmt íslenzkri braghefð" (Þorsteinn frá Hamri 1996).
Augljóslega er hér gefið í skyn að Gauti sé ekki kunnáttumaður.
Gauti svaraði með öðru bréfi („Þel eða keðja“ 20. október 1996) þar
sem hann biðst afsökunar og útskýrir mál sitt með nákvæmari orðum:
„Helgi beitir vissulega oft stuðlum og höfuðstöfum í stakhendunni, en mér
94
á .98ajýrdjá — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008