Jón á Bægisá - 01.11.2008, Qupperneq 140
Jonathan Swift — Jóhanna Gunnlaugsdóttir
11 Hér finnst mér ég verða að halda latínunni, því að þótt orðasambandið per
annum sé nánast viðurkennt sem enska, þá hefur Iatínusletta hér þau áhrif að
láta mælandann virðast vera að slá um sig.
12 Hér notað í merkingunni skrokkur
13 Hér fannst mér skrokkur vera betra orð en krof, enda er það orð oftast notað
um fleginn skrokk.
14 Fine gentleman var notað um menn sem klæddust vel og báru utan á sér
góðan smekk og ríkidæmi, án þess endilega að vera spjátrungar. Akvað
að þýða því fine sem vandlátir, enda finnst mér það augljós merking af
samhenginu.
15 Finnst fornfálegra að nota íslenska heitið á borginni, og geri það við öll
staðarnöfn sem til eru íslensk nöfn á. Læt önnur staðarnöfn og eiginnöfn
standa óbreytt.
16 Akvað að nota vetur í staðinn fyrir ár, því að það undirstrikar betur
samlíkinguna við búfénað, og bætir upp tilfelli þar sem ég hef þurft að fórna
blæbrigðaríku orði fyrir orð með minni blæbrigði en nákvæmari merkingu.
17 Sbr. Ameríkumaður sem ég notaði áður um hann.
18 Nota kvenpeningur og karlpeningur frekar en kvenkyn og karlkyn eða konur og
karlar til að undirstrika enn frekar líkinguna við búfénað.
19 Persons ofquality, eiginlega vandaðs fólks, en hér greinilega átt við hefðarfólk.
20 Prime minister of state gæti þýtt œðsti ráðherra innanríkismála eða
forsœtisráðherra landsins. Eg ákvað að einfalda það aðeins.
21 Akvað að þýða mandarins til að forðast óvænta tilvísun í appelsínutegundina.
22 Segi afgálganun en ekki úr gálganum því að um krossfestingu var að ræða en
ekki hengingu. I Orðabók Menningarsjóðs frá 1963 er gálgi skilgreindur sem:
1. hjálki meðpvertré út úr efri endanum (t.d. til að hengja menn í); slá. Því
má færa rök að því að vel megi krossfesta menn á gálga. Akvað að nota ekki
kross, enda segir Swift gihbet sem er gálgi.
23 Ekki er til íslensk mynt sem samsvarar groat. Greip því næstu mynteiningu
sem mér datt í hug sem ég hafði ekki þegar notað.
24 Akvað að nota hér þungu, í staðinn fyrir kjarnmeiri þýðingar á grievous, því
að íslensku þýðingarnar á orðinu (hörmulegur; illbarilegur, skammarlegur,
þungbœr) annað hvort passa ekki eða bera með sér skömm, sem hinn
ímyndaði höfundur ritgerðarinnar finnur greinilega ekki til.
25 Hér vantaði mig verulega niðrandi orð fyrir breeder. Þótt barnamaskína
sé tökuorð, þá er það hæfilega niðrandi og um leið nógu gamaldags fyrir
samhengið. Hefði getað notað útungunarvélar, en fannst það of nútímalegt.
26 Ég er ekki alveg viss um að ég hafi náð þessu réttu (great destruction ofpigs,
too firequent at our tables), en finn ekkert betra.
27 Enn reyni ég að undirstrika líkinguna við búfénað með því að nota orð sem
notað er um kálfa.
28 Absentees eru leigusalar sem ekki búa á landinu eða í eigninni sem þeir leigja
út, og hugsa yfirleitt illa um leiguliða sína.
138
dt .(fidayáóát — Tímarit um þýðingar nr. 12 / 2008