Bændablaðið - 03.12.2015, Page 40

Bændablaðið - 03.12.2015, Page 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Bürger-Grebe fjölskyldan í þorp- inu Helmscheid í sveitarfélaginu Korbach í Þýskalandi rekur myndarleg bú með 200 mjólkur- kúm. Þrátt fyrir að það skili um tveim milljónum lítra af mjólk á ári, þá verða þau að stunda verk- takastarfsemi samhliða bústörfum til að halda rektrinum á floti. Helmscheid er 200 manna þorp í Waldeck Frankenberg í Norður- Hessen. Til að þjóna forvitnum gest- um hefur Bürger-Grebe fjölskyldan sett upp kaffihúsið „Kuhstall-Café“ þar sem gestir geta fylgst með mjölt- um og öðrum bústörfum meðan þeir þiggja heimatilbúnar veitingar. Er þetta mjög líkt því sem gert er m.a. í Garði í Eyjafirði og í Efstadal í upp- sveitum Suðurlands. Bændurnir heita Reinhard Citizen Grebe og Christine Grebe og annast þau búskapinn ásamt fjórum börnum sínum. Það eru dæturnar Stefanie, sem er með B. Sc-gráðu í búfræði og Christina, sem einnig er með sömu gráðu. Síðan synirnir Tobias, sem vinnur við verktakaþjónustu búsins, og yngri sonurinn, Lars Grebe, sem er að læra vélvirkjun og stefnir á að aðstoða bróður sinn í verktakastarf- seminni. Auk þess tilheyrir tíkin Lotta fjölskyldunni. Í heimsókn með íslenskum bændum Blaðamaður Bændablaðsins átti þess kost að heimsækja þetta bú í byrjun nóvember í átján manna hópi íslenskra bænda, fulltrúa Kraftvéla og fjármögnunarfyrirtækisins Ergo. Var þetta annað kúabúið sem heim- sótt var í þessari ferð. Þótt búin séu nokkuð ólík, þá eiga þau það sameiginlegt að verða nú að heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni vegna gríðarlegrar lækkunar á mjólk í löndum Evrópusambandsins. Frúin á bænum, Christine Grebe, tók á móti Íslendingahópnum, en með í för slóst þýski ráðunauturinn Uwe Pohlmann. Með 200 hektara, 200 kýr og 2 milljónir mjólkurlítra Búið er með um 200 hektara land og 200 Holstein-mjólkurkýr. Allir kvígukálfar eru settir á og síðan haldið þegar þær ná 15 mánaða aldri til frekari kálfaframleiðslu. Hluti kvíganna fer til endurnýjunar á stofninum á bænum en aðrar eru seldar eftir burð sem lífdýr á markað. Nokkra nautkálfa ala þau sjálf og nýta í tilraunaræktun. Nyt kúnna er ágæt á búinu og skila þær að meðaltali 10.500 kg (lítrum) á ári. Í heild er búið því að skila um tveim milljónum lítra af mjólk á ári. Á búinu er hringlaga mjalta- gryfja og tekur það einn mann ásamt aðstoðarmanni um tvær klukku- stundir að mjólka allar 200 kýrnar og er það gert tvisvar á dag. Christine segir að við að fjölga kúnum í 360 muni mjaltatíminn aðeins lengjast í hvert sinn um eina klukkustund, en ekki þurfi að leggja út í neinn viðbótarkostnað við mjaltagryfjuna. Í verktakastarfsemi til að bjarga rekstrinum Vandamál Bürger-Grebe fjöl- skyldunnar er það sama og hjá öðrum mjólkurframleiðendum í Þýskalandi, mikil verðlækkun á mjólk. Það eru einkum tveir þættir sem virðast skýra þessar verðlækkanir sem koma líka niður á öðrum landbúnaðarafurðum. Það er afnám kvótakerfis til að stýra mjólkurframleiðslu og viðskiptabann á landbúnaðarafurðir við Rússa sem orsakað hefur offramboð í Evrópu. Verslunarfyrirtækin hafa spilað mjög inn á þetta, sem gert hefur ástandið enn verra fyrir bændur í mörg- um löndum. Þannig hafa breskar verslunarkeðjur t.d. verið að kaupa mjólkurafurðir frá Austur-Evrópu Bürger-Grebe fjölskyldubúið í Norður-Hesse í Þýskalandi: Framleiða tvær milljónir lítra af mjólk en stunda verktöku til að komast af − sýndu íslenskum bændum athyglisverða nýjung við að nýta kúamykju sem undirburð fyrir kýr Myndir / HKr. ynd / http://www.buerger-grebe.de/über-uns/

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.