Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 40

Bændablaðið - 03.12.2015, Qupperneq 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Bürger-Grebe fjölskyldan í þorp- inu Helmscheid í sveitarfélaginu Korbach í Þýskalandi rekur myndarleg bú með 200 mjólkur- kúm. Þrátt fyrir að það skili um tveim milljónum lítra af mjólk á ári, þá verða þau að stunda verk- takastarfsemi samhliða bústörfum til að halda rektrinum á floti. Helmscheid er 200 manna þorp í Waldeck Frankenberg í Norður- Hessen. Til að þjóna forvitnum gest- um hefur Bürger-Grebe fjölskyldan sett upp kaffihúsið „Kuhstall-Café“ þar sem gestir geta fylgst með mjölt- um og öðrum bústörfum meðan þeir þiggja heimatilbúnar veitingar. Er þetta mjög líkt því sem gert er m.a. í Garði í Eyjafirði og í Efstadal í upp- sveitum Suðurlands. Bændurnir heita Reinhard Citizen Grebe og Christine Grebe og annast þau búskapinn ásamt fjórum börnum sínum. Það eru dæturnar Stefanie, sem er með B. Sc-gráðu í búfræði og Christina, sem einnig er með sömu gráðu. Síðan synirnir Tobias, sem vinnur við verktakaþjónustu búsins, og yngri sonurinn, Lars Grebe, sem er að læra vélvirkjun og stefnir á að aðstoða bróður sinn í verktakastarf- seminni. Auk þess tilheyrir tíkin Lotta fjölskyldunni. Í heimsókn með íslenskum bændum Blaðamaður Bændablaðsins átti þess kost að heimsækja þetta bú í byrjun nóvember í átján manna hópi íslenskra bænda, fulltrúa Kraftvéla og fjármögnunarfyrirtækisins Ergo. Var þetta annað kúabúið sem heim- sótt var í þessari ferð. Þótt búin séu nokkuð ólík, þá eiga þau það sameiginlegt að verða nú að heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni vegna gríðarlegrar lækkunar á mjólk í löndum Evrópusambandsins. Frúin á bænum, Christine Grebe, tók á móti Íslendingahópnum, en með í för slóst þýski ráðunauturinn Uwe Pohlmann. Með 200 hektara, 200 kýr og 2 milljónir mjólkurlítra Búið er með um 200 hektara land og 200 Holstein-mjólkurkýr. Allir kvígukálfar eru settir á og síðan haldið þegar þær ná 15 mánaða aldri til frekari kálfaframleiðslu. Hluti kvíganna fer til endurnýjunar á stofninum á bænum en aðrar eru seldar eftir burð sem lífdýr á markað. Nokkra nautkálfa ala þau sjálf og nýta í tilraunaræktun. Nyt kúnna er ágæt á búinu og skila þær að meðaltali 10.500 kg (lítrum) á ári. Í heild er búið því að skila um tveim milljónum lítra af mjólk á ári. Á búinu er hringlaga mjalta- gryfja og tekur það einn mann ásamt aðstoðarmanni um tvær klukku- stundir að mjólka allar 200 kýrnar og er það gert tvisvar á dag. Christine segir að við að fjölga kúnum í 360 muni mjaltatíminn aðeins lengjast í hvert sinn um eina klukkustund, en ekki þurfi að leggja út í neinn viðbótarkostnað við mjaltagryfjuna. Í verktakastarfsemi til að bjarga rekstrinum Vandamál Bürger-Grebe fjöl- skyldunnar er það sama og hjá öðrum mjólkurframleiðendum í Þýskalandi, mikil verðlækkun á mjólk. Það eru einkum tveir þættir sem virðast skýra þessar verðlækkanir sem koma líka niður á öðrum landbúnaðarafurðum. Það er afnám kvótakerfis til að stýra mjólkurframleiðslu og viðskiptabann á landbúnaðarafurðir við Rússa sem orsakað hefur offramboð í Evrópu. Verslunarfyrirtækin hafa spilað mjög inn á þetta, sem gert hefur ástandið enn verra fyrir bændur í mörg- um löndum. Þannig hafa breskar verslunarkeðjur t.d. verið að kaupa mjólkurafurðir frá Austur-Evrópu Bürger-Grebe fjölskyldubúið í Norður-Hesse í Þýskalandi: Framleiða tvær milljónir lítra af mjólk en stunda verktöku til að komast af − sýndu íslenskum bændum athyglisverða nýjung við að nýta kúamykju sem undirburð fyrir kýr Myndir / HKr. ynd / http://www.buerger-grebe.de/über-uns/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.